Gripla - 20.12.2015, Side 82
GRIPLA82
lengd en hann fer ekki út í frekari samanburð.3 Björn karel Þórólfsson
rannsakaði rímurnar og birti um þær umfjöllun í riti sínu um rímur fyrir
1600 en að öðru leyti hafa fræðimenn lítið sem ekkert fjallað um þær
enda voru þær óprentaðar.4 Áhugi á bókmenntum síðmiðalda hefur auk-
ist umtalsvert síðustu ár og er þessi útgáfa ætluð til að gera Hrólfs rímur
aðgengilegar fræðimönnum og öðrum auk þess að hvetja til rannsókna á
rímnakveðskap. Fjallað er um handrit, aldur og bragarhætti rímnanna, stíl
þeirra og skáldamál, og einnig stuttlega um efni rímnanna og samband
þeirra við Hrólfs sögu Gautrekssonar. Að lokum eru rímurnar gefnar út eftir
Am 146 a 8vo ásamt skýringum.
1. Handrit
eina handrit rímnanna er handritið Am 146 a 8vo sem skrifað var af jóni
Finnssyni í Flatey á Breiðafirði á fyrri hluta sautjándu aldar; Hrólfs rímur
eru á síðum 292 til 306. Handritið er þykkt pappírshandrit ― rúmlega
400 síður ― með fagurri hönd og geymir 23 aðrar rímur af ýmsum toga.
margar þeirra eru í sama dúr og segja frá persónum sem einnig eru þekktar
úr fornaldar- og riddarasögum, aðrar fjalla um kristilegt efni en einnig
finnast í því fábyljur á borð við Skógar-Krists rímur.5 sumar rímnanna eru
eftir nafngreind rímnaskáld en aðrar eru nafnlausar, Hrólfs rímur þar á
meðal. Handritið er nokkuð skaddað og blöð vantar í það en Hrólfs rímur
eru heilar. Á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er til staf-
rétt uppskrift rímnanna eftir 146 og er hún með hendi gríms Helgasonar
(1927–89). Aðrar uppskriftir eru ekki kunnar.
Samkvæmt seðli Árna Magnússonar fékk hann handritið í hendur í
Flatey árið 1703 frá Lofti jónssyni.6 Á síðmiðöldum bendir ýmislegt til
þess, að rímnahefðin hafi verið sterk á Norðvesturlandi, þ.e. á vestfjörðum
3 Finnur jónsson, Den oldnorske og oldislandske litteraturs historie, 3. b., 2. útg. (kaupmanna-
höfn: gad, 1924), 814; á bls. 137 minnist finnur einnig á rímurnar í upptalningu.
4 Björn karel Þórólfsson, Rímur fyrir 1600, Safn fræðafjelagsins, 9. b. (Kaupmannahöfn: Hið
íslenzka fræðafélag, 1934), sjá einkum 414–15. Jón Þorkelsson minnist á rímurnar í upptaln-
ingu á kvæðum frá 15. og 16. öld en megininntak skrifa hans er að þær séu e.t.v. eldri en frá
16. öld, sjá Om digtningen på Island i det 15. og 16. århundrede (Kaupmannahöfn: Høst, 1888),
153.
5 sverrir tómasson hefur skilgreint Skógar-Krists rímur sem fábylju, sjá „Rímur og aðrar
vestfirskar bókmenntir á síðmiðöldum,“ Árbók Sögufélags Ísfirðinga 43 (2003):164–69.
6 sjá skráningu Am 146 a 8vo á Handrit.is, sótt 31. mars 2015.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 82 12/13/15 8:24:34 PM