Gripla - 20.12.2015, Page 83
83HRóLFs Rí mUR GAUtRekssONAR
og í kringum Breiðafjörð. eins og sverrir tómasson hefur rakið eiga
helstu rímnahandrit sextándu aldar uppruna sinn þar, einkum í dalasýslu,
og tengjast þau efnafólki í efstu þrepum virðingarstigans.7 söguhetja
Skíðarímu flakkar til að mynda á milli stórbýla í dölunum og á snæfellsnesi
en skarðverjar (og aðrir á þeirra áhrifasvæði) gætu hafa lagt rækt við rímna-
hefðina og fengið rímnaskáld til að yrkja fyrir sig.8 ekki þarf því að koma
á óvart að 146 eigi ættir sínar að rekja til Flateyjar enda voru oftar en
ekki sterk tengsl þaðan til stórbýla við Breiðafjörð sem og til annálaðra
bókagerðarmanna.9
útgáfa finns Jónssonar á miðaldarímum byggist að mestu á sex hand-
ritum, skinnbókum frá miðbiki sextándu aldar auk Flateyjarbókar, en
pappírs handrit voru notuð þegar ekki voru önnur til staðar.10 Finnur not-
aðist lítið við Am 146 a 8vo enda geymir það handrit fáar af hinum elstu
rímum. ólafur Halldórsson notar handritið hins vegar í útgáfum sínum á
Vilmundar rímum viðutan og Bósa rímum og fjallar í inngöngum þeirra um
tengsl handritsins við Staðarhólsbók (Am 604 4to). ólafur telur líklegt en
þó ekki fullsannað að texti 146 (sem hann kallar F2) af Vilmundar rímum
sé runninn frá Staðarhólsbók.11 Björn karel Þórólfsson var sama sinnis um
7 Sverrir tómasson, „Hlutverk rímna í íslensku samfélagi á síðari hluta miðalda,“ Ritið 5
(2005):77–94; sjá einnig Sverrir tómasson, „rímur og aðrar vestfirskar bókmenntir,“
162–69. Aðalheiður Guðmundsdóttir telur líklegt að Vargstökur séu ortar á Vestfjörðum og
jafnvel fyrir áheyrendur í verbúð þótt hún slái vissulega alla varnagla við þeirri kenningu,
sjá inngang að Úlfhams sögu, rit, 53. b. (reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi,
2001), xxiii–xxiv.
8 Björn karel Þórólfsson, Rímur fyrir 1600, 386–88; Sverrir tómasson, „,Strákligr líz mér
Skíði.‘ Skíðaríma – íslenskur föstuleikur?“ Skírnir 174 (2007):305–20, endurpr. í ritgerða-
safni hans Tækileg vitni: Greinar um bókmenntir í tilefni sjötugsafmælis hans (reykja vík:
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Hið íslenska bókmenntafélag, 2011),
381–96, sjá einkum 393. í þessu sambandi má nefna að skáldamál rímna og eddufræði
þeirra eiga mikið sameiginlegt með dróttkvæðahefðinni en á 13. öld lögðu helstu höfðingjar
norður- og Vesturlands sérstaka rækt við dróttkvæði, sjá guðrún nordal, Tools of Literacy:
The Role of Skaldic Verse in Icelandic Textual Culture of the Twelfth and Thirteenth Centuries
(toronto: university of toronto Press, 2001), 133–41.
9 Svanhildur Óskarsdóttir, „flateyjarbækur: Af guðrúnu Ögmundsdóttur og öðrum
bókavinum Árna Magnússonar í flatey,“ í rósa Þorsteinsdóttir, ritstj., Handritasyrpa: Rit
til heiðurs Sigurgeiri Steingrímssyni sjötugum 2. október 2013, rit, 88. b. (reykjavík: Stofnun
Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, 2014), 65–83.
10 Finnur jónsson, inngangur að Rímnasafni: Samling af de ældste islandske rimer, 1. b.
(Kaupmannahöfn: Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur, 1905–12), iii.
11 ólafur Halldórsson, inngangur að Vilmundar rímum viðutan, íslenzkar miðaldarímur, 4. b.,
rit, 6. b. (reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, 1975), 8–12.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 83 12/13/15 8:24:34 PM