Gripla - 20.12.2015, Page 85
85HRóLFs Rí mUR GAUtRekssONAR
kvæða gerð. Á þessu er þó ein undantekning, vísa I.57, en þar eru orðin
skaptur og aftur notuð í kvenrími þótt þau hafi stoðhljóð. Þetta er sára-
sjaldgæft í rímum fyrir siðaskipti en önnur dæmi í ferskeyttum vísum eru
drengur – strengur í Virgiless rímum I.26, raftur – aftur í Vilmundar rímum
XIII.36 og skaptur – aftur í Lokrum II.9.16 Það getur varla verið tilviljun að
orðið aftur kemur fyrir í þremur af þessum fjórum dæmum, hvernig sem
á því stendur.
í Hrólfs rímum er tvisvar rímað saman kringt hljóð og ókringt: frigg –
hrygg (I.15) og týna – dvína (I.40). Þetta bendir til að rímurnar séu ortar
eftir að þessi hljóð tóku að renna saman á seinni hluta 15. aldar. Hins vegar
eru rímurnar varla ortar eftir að breytingin er um garð gengin því að þá
mætti búast við miklu fleiri dæmum. í Rollants rímum af Ferakutsþætti, sem
taldar eru ortar skömmu eftir siðaskipti og eru álíka langar, eru til sam-
anburðar um 20 dæmi um slíkar samrímanir.
Um 1500 kemur upp málbreytingin ve > vö og sækir hún mjög í sig
veðrið eftir því sem líður á 16. öldina. elstu rímuðu dæmi um orðmyndir
eins og kvöld og hvör eru í Ektors rímum, Bósa rímum, Brönu rímum og Þóris
rímum háleggs. en í Hrólfs rímum eru eldri myndirnar þráfaldlega notaðar í
rími (I.38, II.19, II.37, III.22, III.67, Iv.24, v.22) og hinar yngri aldrei.
í Hrólfs rímum er hið forna hljóðasamband vá rímað jöfnum höndum
við á (I.49, II.35, II.54, III.3) og ó (I.20, II.35, III.51, Iv.17, Iv.29). í rímum
frá 16. öld er ó mun algengara. Rím við á kemur aldrei fyrir í Króka-Refs
rímum, Vilmundar rímum, Rímum af Þóri hálegg, Jarlmanns rímum, Þjófa
rímum, Brönu rímum, Skógar-Krists rímum og aðeins tvisvar í Bósa rímum.
samtals hafa þessar rímur tugi dæma um að vá rími við ó og o.
Á heildina litið virðast Hrólfs rímur eiga mest sameiginlegt með rímum
sem tímasetja má við lok 15. aldar eða upphaf 16. aldar.
3. Bragarhættir
rímurnar fimm eru ortar undir fjölbreyttum bragarháttum: ríma I er
ferskeytt (óbreytt), ríma II samhend, ferskeytt framhent kemur fyrir í 1.
og 3. vísuorði rímu III, ríma Iv er úrkast (mest alstýft) og loks er ríma v
braghend (alstýfð).17
16 Haukur Þorgeirsson, Hljóðkerfi og bragkerfi, 182–83.
17 Björn karel Þórólfsson, Rímur fyrir 1600, 414.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 85 12/13/15 8:24:34 PM