Gripla - 20.12.2015, Page 86
GRIPLA86
Helstu einkenni þeirra eru endarím og stuðlar í mismunandi samsetn-
ingum en í rímu III (og í hluta rímu II) beitir rímnaskáldið fyrir sig inn-
rími. Fyrir vikið verður kveðskapurinn nokkuð áreynslumikill og efni
rímunnar verður torskildara en í þeim rímum sem bragarhátturinn er
einfaldari. Vandséð er t.d. hvað húrar í „úrar húrar horn“ (III.31) þýðir en
e.t.v. merkir það ,að húrra‘ eða einhverja sögn í þeim dúr. Að sama skapi er
merking orðsins ofra í „dofra ofrar darra hljóðs“ (III.30) óljós þótt dæmi
séu um að það þýði ,að lyfta‘. fleiri dæmi mætti nefna en í skýringum við
rímurnar er reynt að greiða úr mörgum þeirra.
Á hinn bóginn hefur endurtekið endarím í hverri línu annarrar rímu
sterk áhrif og ljær bardagalýsingunni stígandi og drifkraft. sem dæmi
má nefna að í 28. vísu ríma orð um vopnabrak, gjalla og smella, við svella
(hér notað um bardagaheift), orð sem gefur til kynna að eitthvað vaxi eða
þrútni, og falla, þegar hermenn sem særast og látast í orrustunni falla til
jarðar. Þessi fjögur orð eru tengd saman með rími og draga þau í samein-
ingu fram mynd af ógnvekjandi víkingum í bardagaham sem eykst kraftur
eftir því sem „heift“ þeirra „svellur“. Þeir þyrma engum og fella andstæð-
inga sína með sverðum og örvum sem gefa frá sér snörp hljóð, allt að því
eins og vopnin séu lifandi.
Brotnar hlíf en brandrinn gellr,
biturlig heipt með gumnum svellr,
hverr um annan firða fellr,
fleina þytur hjá görpum smellr. (II.28)
í þessari vísu tengja vopnahljóðin fyrstu og síðastu línu hennar og þannig
binda þær saman heildarhugsun hennar.
í 30. vísu eru áhrifin af endaríminu önnur þar sem fyrstu þrjár línurnar
tengjast, en í lok fjórðu línu snýst myndin skarpt við. Rímorðin í fyrstu
þremur línum vísunnar, snart, mart og hart, leggja áherslu á hversu hröð
og kröpp orrustan er. menn Hrólfs ganga fram af krafti, svo hart að vopn
þeirra byrja að láta undan álaginu, og mikil spenna færist í leikinn. en síð-
asta orðið í erindinu, vart, stöðvar þessa stigmögnun og gefur til kynna að
þrátt fyrir hetjulega baráttu sé á brattann að sækja:
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 86 12/13/15 8:24:34 PM