Gripla - 20.12.2015, Page 87
87HRóLFs Rí mUR GAUtRekssONAR
svíarnir gengu sýnu snart,
sverðið tók að brotna mart,
óðins veður var undra hart,
ýtar fengu kónginn vart. (II.30)
skáldinu tekst þannig að vekja upp vonir áheyrenda um sigur Hrólfs (því
sjónarhornið er ætíð hans megin) en síðasta orðið kallar fram snögga vend-
ingu, þ.e. efasemdir um að svíum muni takast ætlunarverk sitt, að sigra
írakonung og her hans.
í þessum dæmum á bragarhátturinn stóran þátt í að byggja upp áhrifa-
mikla frásögn og brugðið er upp sterkum og skýrum myndum af þeim
atburðum og persónum sem kveðið er um. Þótt bragarháttur hafi stundum
njörvað skáld niður og leitt af sér klunnalegar samsetningar gátu rímnaskáld
einnig látið hann undirstrika innihald kvæðisins á hugvitsamlegan hátt.
4. stíll og skáldamál
stíll Hrólfs rímna er nokkuð misjafn. Á köflum eru rímurnar skýrar og
auðskildar og frásögnin flæðir áfram áreynslulaust. Annars staðar á skáldið
það til að yrkja nokkuð dýrt á kostnað skýrleika. Mætti velta fyrir sér hvort
áheyrendur munu hafa átt auðvelt með að skilja kenningar og skáldamál
þar sem á köflum virðist nokkuð langt seilst til að láta bragarháttinn ganga
upp. Þetta á sérstaklega við í þriðju rímu eins og tæpt var á hér að framan,
og mörg orð hennar virðast vera eindæmaorð svo að kenningarnar og þar
með vísurnar í heild verða torskildar. Ýmislegt kann þó að hafa afbakast í
munnlegri geymd og/eða handritum.
Kenningar og heiti
skáldamál rímna á uppruna sinn í dróttkvæðahefðinni og falla kenningar
og heiti Hrólfs rímna í grundvallaratriðum að þeirri hefð sem skapaðist
hjá rímnaskáldum á síðmiðöldum, en í þessari hefð þróaðist skáldamál að
mestu leyti yfir í fastar samsetningar.18 Flestar kenningar eru einfaldar og
formúlukenndar og ákvarðast þau orð sem fyrir valinu verða líklega mest
18 Vésteinn Ólason, „Kveðskapur frá síðmiðöldum,“ í Vésteinn Ólason, ritstj., Íslensk bók-
mennta saga, 2. b., 2. útg. (reykjavík: Mál og menning, 2006), 331; fyrir yfirlit um helstu
einkenni skáldamáls rímnanna, sjá víðar í kafla Vésteins og Björn Karel Þórólfsson, Rímur
fyrir 1600, 86–204.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 87 12/13/15 8:24:34 PM