Gripla - 20.12.2015, Page 89
89HRóLFs Rí mUR GAUtRekssONAR
rímnaskáldsins en sverrir tómasson kallar slíkar kenningar ritklif.20
kveðskapurinn er einu sinni nefndur Herjans ferja (III.25) í miðri rímu.
einhverjar kenningar bera út af hefðinni og nota orð í óvæntu
samhengi. Kerling sú er Hrólfur og Ásmundur hitta á Englandi er kölluð
geymir hjalls (I.24), sennilega í gamni, en geymir virðist aðallega notað um
konunga eða karlmenn með her-, vopna- eða gullorðum, t.d. ,geymir hers/
drótta‘ eða ,geymir sverða/skjalda‘ og fleira í þeim dúr.21 Aðrar kenningar
eru torskildar eða jafnvel spilltar og eru þær sérstaklega ræddar í skýr-
ingum.
Mansöngur
enginn mansöngur er í upphafi rímnaflokksins heldur hefst frásögnin um
Hrólf strax í byrjun hans. Fyrir utan eitt tilvik í miðri rímu (III.26) þar
sem skáldið virðist ávarpa konu (Gullhlaðs þöll) er lítið um að það ávarpi
hlustendur, aðeins hálf til ein vísa í byrjun og lok hverrar rímu. Ávörp í
þessum dúr eru ópersónuleg og segja aðeins að nú muni skáldið hefja eða
ljúka rímunni og þannig ramma þau frásögnina lítillega inn. sem dæmi má
taka lok annarrar rímu og upphaf þeirrar þriðju:
Nokkur slík ávörp vísa í skáldskap á almennan hátt, t.d. er í upphafi fjórðu
rímu vísað í skáldskapinn sem vín Þundar (þ.e., óðins; Iv.1). í síðustu vísu
fimmtu rímu vekur skáldið athygli á að sagan sé öll:
síðan sest að sínu ríki seggja hver
dugga öls en dreggin sér
diktan sú til enda fer. (v.22)
Ekki er verið að orðlengja hlutina hér og má vera að sumum lesendum
finnist rímurnar enda á heldur snubbóttan hátt, sérstaklega ef miðað er við
20 sverrir tómasson, „Nýsköpun eða endurtekning?“ 36–37.
21 Finnur jónsson, Ordbog til de af Samfund til udg. af gml. Nord. litteratur udgivne rímur samt til
de af Dr. O. Jiriczek udgivne Bósarímur (Kaupmannahöfn: Carlsbergfondet, 1926–28), 129.
hér mun eg láta fjölnis fund
falla niðr um eina stund. (II.57)
Hyggi dygg á hróðrar gjörð
hölda sveit með greinum
meðan vér gleðjum minnis jörð
af mildings verkum hreinum. (III.1)
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 89 12/13/15 8:24:35 PM