Gripla - 20.12.2015, Side 91
91HRóLFs Rí mUR GAUtRekssONAR
5. efni og samband við söguna
Hrólfs saga Gautrekssonar er löng saga af fornaldarsögu að vera og ferðast
söguhetjur hennar vítt og breitt um heiminn, frá svíþjóð og Noregi í fyrstu
en síðan til Garðaríkis, englands og írlands með viðkomu í skotlandi.
sagan er röð fjögurra biðilsfara þeirra Gautreks konungs af Gautlandi,
sona hans Hrólfs og Ketils og loks Ásmundar, fóstbróður Hrólfs, en þess
á milli berjast hetjurnar við illa víkinga og tröll. konurnar sem þeir kvænast
eru allar skörungar og fer eiginkona Hrólfs, meykonungurinn Þorbjörg,
þar fremst í flokki en sagan fjallar öðrum þræði um visku, hollráð og skör-
ungsskap kvenna.28 Þeir Hrólfur og Ásmundur dvelja á Englandi hjá Ellu
konungi í einn vetur og lendir Hrólfur í ýmsum ævintýrum sem sýna fram
á visku og ágæti hans.29 skáldið virðist gera ráð fyrir að áheyrendur þekki
efni sögunnar vel þar sem ekki er gerð nein grein fyrir helstu persónum og
engu plássi er varið í að útskýra aðdraganda atburða rímnanna. Lesendum
er því bent á að ráðfæra sig við söguna til að glöggva sig betur á helstu pers-
ónum og söguþræði.
Fyrsta ríman hefst á samtali milli Hrólfs og ellu englandskonungs,
þar sem sá síðarnefndi ráðleggur Hrólfi að halda ekki til írlands í biðilsför
fyrir Ásmund fóstbróður sinn fyrr en að liðnum vetri (í lok k. 31 í styttri
gerð sögunnar). Næst koma þrjár stuttar frásagnir af yfirburðum, visku
og hjálpsemi Hrólfs, fyrst um samskipti hans og Ásmunds við kerlingu
eina sem enda á því að Ásmundur heggur höfuðið af kerlingu, í öðru lagi
róg hirðmanna englandskonungs og tilraun þeirra til að koma sökinni
á íkveikju í höllinni á Hrólf, og að lokum hólmgöngu og sigur Hrólfs á
berserk.30 Önnur ríma segir frá komu Svía til Írlands, bónorði Ásmundar
um hönd íraprinsessu og æsilegri orrustu milli íra og svía. Hún endar með
því að svíar eru sigraðir og Hrólfur og vinir hans eru handteknir og færðir
í jarðhýsi en dauðinn einn virðist bíða þeirra þar. í þriðju rímu hjálpa kon-
28 Jóhanna Katrín friðriksdóttir, „,[H]yggin ok forsjál‘: Women’s Counsel in Hrólfs saga
Gautrekssonar,“ í martin Arnold og Alison Finlay, ritstj., Making History: The Legendary
Sagas (London: Viking Society for northern research, 2010), 69–84. Persónan er kölluð
Þornbjörg í lengri gerð sögunnar.
29 marianne kalinke, Bridal-Quest Romance in Medieval Iceland, Islandica, 46. b. (Ithaca:
Cornell University Press, 1990), 57–63.
30 í sögunni eru frásagnirnar af atburðum á englandi fjórar en þeirri fyrstu, um bardaga Hrólfs
og félaga við ljón, er sleppt í rímunni.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 91 12/13/15 8:24:35 PM