Gripla - 20.12.2015, Page 94
GRIPLA94
til dáða í bardaganum. Á hinn bóginn er Hrólfi lýst sem óttaslegnum fyrir
írlandsferðina þótt hann feli óttann (II.6) og má það teljast óvenjulegt að
áheyrendum sé gefin innsýn inn í tilfinningar hetja.
Rímnaskáldið hafði tiltölulega lítinn áhuga á Þorbjörgu, eiginkonu
Hrólfs, og þeim hluta sögunnar er hún tekur vopn og herklæði og heldur
ásamt Katli til Írlands að bjarga manni sínum. Áður en hún giftist Hrólfi
var Þorbjörg meykóngur og réð yfir einum þriðja Svíþjóðar, tók sér nafnið
Þórbergur (í lengri gerðinni) og gekk alfarið inn í hlutverk konungs. Hún
er ein af helstu persónum sögunnar allt frá því að Hrólfur fer sem ungur
og óreyndur maður mikla sneypuför að biðja hennar. meðal annars er
Þorbjörg látin veita Hrólfi margvísleg hollráð eftir að þau eru gift auk þess
að leiða björgunarleiðangurinn til írlands.37 í rímunum er hún hins vegar
tiltölulega litlaus persóna og höfð til hliðar. Frásagnir af meykóngum voru
afar vinsælar á síðmiðöldum og margar rímur voru kveðnar eftir sögum
um þá.38 Því er eftirtektarvert að kastljósinu er lítið beint að Þorbjörgu.
Minna er einnig gert úr hlutverki hennar sem rödd visku og forsjálni:
í sögunni (k. 43) letur hún ketil mág sinn þegar hann hefur í hyggju að
brenna niður skemmuna sem Hrólfur dvelst í en varnaðarorðum hennar
er sleppt í rímunni. Hrólfi er reyndar sagt frá þeim í lok hennar (Iv.47) en
það er nokkuð í framhjáhlaupi miðað við söguna. Hér er því dregið úr þeim
siðferðisboðskap sem konum er lagður í munn í sögunni varðandi varkárni,
og sömuleiðis er athyglinni beint frá konum sem ganga inn í karlhlutverk
og brjóta upp hefðbundna skiptingu valdsviða kynjanna.39
Þótt rímnaskáldið minnki hlutverk Þorbjargar má ekki líta fram hjá
persónu íraprinsessu, sem sýnir frumkvæði og dirfsku og er ein af aðal-
persónum rímnanna. Ásamt skemmumey sinni bjargar hún Hrólfi og
félögum úr bráðri lífshættu og nær aftur sverðinu þar sem það liggur á
vígvellinum meðal dauðra hermanna eftir orrustuna við íra, en miklu púðri
er eytt í að lýsa því hversu mikil þrekraun sú för var fyrir stúlkurnar tvær.
Þótt prinsessan gangi gegn hagsmunum föður síns með því að hjálpa and-
37 jóhanna katrín Friðriksdóttir, Women in Old Norse Literature: Bodies, Words, and Power,
the new Middle Ages (new York: Palgrave, 2013), 36, 112–116.
38 ítarlega hefur verið fjallað um meykonungaminnið og vinsældir þess. sjá t.d. kalinke, Bridal-
Quest Romance; Sif ríkharðsdóttir, „Meykóngahefðin í riddarasögunum: Hugmynda-
fræðileg átök um kynhlutverk og þjóðfélagsstöðu,“ Skírnir 184 (2010):410–33; Jóhanna
katrín Friðriksdóttir, Women in Old Norse Literature, k. 5.
39 jóhanna katrín Friðriksdóttir, „Hyggin ok forsjál“.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 94 12/13/15 8:24:35 PM