Gripla - 20.12.2015, Page 95
95HRóLFs Rí mUR GAUtRekssONAR
stæðingum hans verður að hafa í huga að gjörðir hennar styðja við sögu-
hetjuna og því virðist henni leyfilegt að fara út fyrir hefðbundið óvirkt
kvenhlutverk.40
Ekki verður hér fullyrt nokkuð um mögulegan áheyrendahóp rímn-
anna. Þar sem persónum af báðum kynjum er gert hátt undir höfði og bæði
karlmaður og kona eru sennilega ávörpuð mætti geta sér þess til að hann
hafi verið blandaður, með fólki af báðum kynjum og af ýmsum stéttum.
efni rímnanna virðist hafa höfðað bæði til stórbænda og höfðingja sem og
þeirra af lægri stigum.41
6. Bein orðatengsl rímna og sögu
Sums staðar hefur orðalag milli sögunnar og rímnanna haldið sér. Þannig
segir t.d. ensk kerling um dóttur sína að hún sé móður sinni „verri en eng-
inn“ (I.8) og síðar að hún hafi látið karlmann „ginna“ (I.10) sig. sömu orð
koma fram í sögunni (k. D32/r25). fyrra dæmið er í báðum gerðum sög-
unnar en ginna er aðeins notað í lengri gerðinni. er kerling biður þá Hrólf
og Ásmund um að lyfja sér elli segir Ásmundur „þad hittest opt j huse
kallz“ (I.24) og sama orðalag kemur fyrir í sögunni: „opt er þat í karls húsi,
er eigi er í konungs“ (k. D32/r25). Björn Karel Þórólfsson bendir á dæmið
„teygja hálsinn“ sem er aðeins í einu handrita styttri gerðarinnar en í lengri
gerðinni stendur „lúta“.42 Þegar eldur er lagður að svefnstað ellu konungs
lætur Hrólfur „rífa upp setstockana“ (k. D33/r26) en í rímunni segir að
hann láti „stocka vpp ad rijfa“ (I.35). eftir hólmgöngu við berserkinn fer
Hrólfur víða og segir í báðum textum að hann „skipaði ok setti málum“
(I.61, k. d34). Að lokum, þegar Hrólfi er fleygt í gröfina eftir að hafa verið
handsamaður af írum, kveður skáldið að „standande kom ræsir nidur“
(II.47) en í sögunni „kom [Hrólfr] niður standandi“ (k. D37/r29).
erfitt er að færa rök fyrir því hvorri gerð sögunnar rímnaskáldið fylgir
af þessum fáu dæmum. Orðið ginna getur talist svo eðlilegt orð um það
athæfi Gríms að leggja í vana sinn að heimsækja ógifta stúlku að það þýði
ekki að skáldið hafi þekkt lengri gerðina. sennilega er orðamunurinn teygja
40 jóhanna katrín Friðriksdóttir, Women in Old Norse Literature, 28–29.
41 Sjá t.d. Jóhanna Katrín friðriksdóttir, „Ideology and Identity in Late Medieval northwest
Iceland: A Study of AM 152 fol.,“ Gripla 25 (2014):87–128.
42 Björn karel Þórólfsson, Rímur fyrir 1600, 415, sbr. detter, útg., Hrólfssaga, 55.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 95 12/13/15 8:24:35 PM