Gripla - 20.12.2015, Síða 185
185
EInAr g. PÉturSSon
tvÖ skRIF Um KöTLUDRAUM
I
KVÆÐIÐ LJÚFLINGUR
EftIr BEnEDIKt MAgnúSSon BECH
Í aFmælisriti til jonnu Louis-jensen skrifaði jón marinó samsonarson
um Ljúfling, kvæði eftir Benedikt Magnússon Bech, sem hér verður gert
að umtalsefni og gefið út:
í Lystiháf er það kvæði Benedikts sjálfs sem kunnast hefur orðið og
merkilegast þykir, og er þó fyrir efni fremur en hitt að margir hafi
ágætt það fyrir dýrindi kveðskaparins eða listfengan skáldskap. Hefi
ég þá Ljúfling í huga (2676, bls. 176). einkum eru þjóðfræðavísundar
líklegir til þess að líta það hýru auga, og sér þess þegar merki.1
væri trúlega mörgum vísindamanninum greiði gerður með því að
prenta kvæðið í fullri lengd, svo að ekki sé hins getið, hversu mikill
greiði það væri við handritið sem mun að öðrum kosti búa við
stöðuga ásókn og harðhnjask gírugra vísindamanna og forvitinna
fjölmiðlamanna.2
Segja má, að tími sé kominn til að kynna kvæðið meir en gert hefur verið til
þessa, því að aðeins hefur verið prentað úr því 1. og 5. erindi seint á 19. öld
og þá eftir handritinu íB 105 4to.3 jón marinó samsonarson ræddi nokkuð
um orðið „lystiháfur“ og vitnaði í óprentaða sögu í handritinu Papp. fol.
nr 64 í Stokkhólmi. Því má hér bæta við, að auðveldara er nú að nálgast
vitneskju um orðið, því að sagan hefur síðar verið prentuð eftir 64 ásamt
1 gísli Sigurðsson, „Kötludraumur. flökkuminni eða þjóðfélagsumræða?“ Gripla 9 (1995):
213. [Aftanmálsgrein jms.]
2 Jón Marinó Samsonarson, „,Það er svo skemmtilegt í lystiháfnum,‘“ Í Frejas psalter: En
psalter i 40 afdelinger til brug for Jonna Louis-Jensen, ritstj. Bergljót s. kristjánsdóttir, Peter
Springborg o.fl. (Kaupmannahöfn: Arnamagnæanske Institut, 1997), 98.
3 jón Þorkelsson, Om digtningen på Island i det 15. og 16. århundrede (Kaupmannahöfn: Høst,
1888), 205–206.
Gripla XXVI (2015): 185–228
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 185 12/13/15 8:24:50 PM