Gripla - 20.12.2015, Síða 186
GRIPLA186
nokkrum fleirum.4 Hér verður nú annars reynt að verða við tilmælum
jóns marinós samsonarsonar og kvæðið gefið út, en í seinni hluta, II,
verður tekin til umræðu grein eftir Gísla sigurðsson um ástæður vinsælda
Kötludraums.
Benedikt magnússon Bech
Hér verður lauslega rakið lífshlaup Benedikts og ritstörf eftir handbókum,
Íslenzkum æviskrám og Sýslumannaævum. Benedikt var fæddur á kvíabekk
í ólafsfirði 1674, þar sem faðir hans var prestur. Hann varð stúdent úr
Hólaskóla og innritaðist í Hafnarháskóla 26. október 1694.5 Þar var hann
við nám tvo vetur og síðan aftur 1698–99. eftir það varð hann djákni að
möðruvallaklaustri en missti það embætti 1703 af því að hann átti barn með
giftri konu. ― Slík mál verða til umræðu hér síðar. ― Árið 1707 var hann
settur sýslumaður í Skagafjarðarsýslu og fékk veitingu 1708 „og 24. júlí s.
á. fekk hann Reynistaðarklaustur, en var jafnframt ráðsmaður að Hólum
og bjó þar, en síðar að sjávarborg. Reynistaðarklaustur missti hann vegna
skulda 1714, en hálfri skagafjarðarsýslu sleppti hann við jens spendrup
1715.“6 Benedikt drukknaði í Héraðsvötnum 7. maí 1719. gísli Konráðsson
skrifaði þátt um Benedikt Bech og hefur hann verið prentaður.7 Undir
lokin sagði gísli frá drukknun hans og þar stendur: „En það sögðu þá álfa-
trúarmenn að álfar villti sjónir fyrir sýslumanni … og hegndi honum fyrir
það er hann kvað á móti kötludraumi.“8 Í þjóðsögum er sögn, sem nefnist:
4 Eitt lítið ævintýr lystugt af þremur riddurum. Klámsaga og fjögur önnur misjafnlega siðlát ævintýri
frá sautjándu öld, Einar g. Pétursson bjó til prentunar og ritaði inngang (Hafnarfirði:
söguspekingastifti, 2002), 30.
5 Bjarni jónsson frá Unnarholti, Íslenskir Hafnarstúdentar (Akureyri: BS, 1949), 54.
6 Páll eggert ólason, Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940, 6 b. (reykjavík:
Hið íslenzka bókmenntafélag, 1948–76), 1:118.
7 Gísli konráðsson, „Þáttur jóns Bergmanns biskupssonar og Benedikts Bechs sýslumanns,“
Syrpa úr handritum Gísla Konráðssonar, 2. b., Sagnaþættir, útg. torfi Jónsson (Hafnarfirði:
Skuggsjá, 1980), 224–251. Áður hafði brot úr þættinum verið prentað og af dauða Benedikts:
Sögusafn Ísafoldar, 4. b., Íslenzkar sögur (reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja, 1891), 225–233.
Þetta var endurprentað í Sögur Ísafoldar, útg. Björn Jónsson, 1. b. (reykjavík: Ísafold,
1947), 349–354. Á hvorugum staðnum kemur fram eftir hvaða handriti er prentað. textinn
er styttri í brotinu en í þættinum, en ekki var hér talin ástæða til að kanna heimildir texta
þáttarins frekar.
8 Gísli konráðsson, „Þáttur,“ 248.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 186 12/13/15 8:24:50 PM