Gripla - 20.12.2015, Side 187
187
„Benedikt Bech drukknar.“ Þar segir að Grímólfur prestur, ella ókunnur,
hafi vakið upp draug til að drekkja Benedikt.9
rétt er að fjalla nokkuð um bókiðnir Benedikts, þótt ekki sé hér staður
að gera neina heildarúttekt. Fyrst er um fornfræðaiðkanir hans.
Í bréfabókum Þormóðs torfasonar er bréf til Benedikts Magnússonar
dagsett 13. febrúar 1696. Þar segir: „Jeg þacka ydur fyrer goda affection
och thilbod med at wera hia mer, … þa skulu þer þo wera mer welkomner
upa somu Condition sem Asgeir hefur werid“.10 fyrr í sama bréfi vitnaði
Þormóður til bréfs til Benedikts frá 12. nóvember árinu áður og einnig
hafði Benedikt skrifað Þormóði sama dag. Þau bréf eru ekki í bréfabók-
inni og sama er að segja um bréf Þormóðs til Benedikts 27. febrúar 1696.11
Þormóður torfason nefndi þetta í bréfi til Árna Magnússonar 1. mars
árið eftir, en þar segir: „Latid mig vita, hvad af er ordid aff Benedixs
magnussyne, hann schulle hafa verit i Asgeirs stad etc.“12 Af þessum
tilvitnunum er ljóst að mjög hefur komið til álita, að Benedikt færi sem
skrifari til Þormóðs, en þar sem aldrei varð úr því er ekki ástæða til að ræða
það meir.
Þegar þetta er haft í huga er líklegra en ekki að Benedikt hafi eitt-
hvað fengist við handrit áður úr því hann vildi verða skrifari hjá Þormóði.
Samkvæmt handritaskrá Kristians Kålunds fékk Árni Magnússon allmörg
blöð úr Ólafs sögu helga í handritinu Am 75 c fol. frá Benedikt Bech, fyrst í
kaupmannahöfn og síðar á íslandi eftir 1702.13 eftir þessu hefur Benedikt
líklegast haft blöðin með sér til Hafnar þegar hann fór þangað 1694. Í
handritinu AM 210 f 4to er ritgerð, sem nefnist: „Skiftiarfar och sam-
arfar J Almennilegu Erfðatale“. Handritið er með hendi Ásgeirs Jónssonar
og giskaði Árni Magnússon á, að einhverjir stúdentar í Kaupmannahöfn
hefðu lánað handritið sem skrifað var eftir og nefndi m. a. Benedikt
magnússon.14 Með öðrum orðum Benedikt hefur haft handrit með sér til
9 Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Nýtt safn, útg. Árni Böðvarsson og Bjarni
Vilhjálmsson, 3. b. (reykjavík: Þjóðsaga, 1955), 397–398.
10 Am 284 fol., bl. 127v.
11 Am 284 fol., bl. 120r og 132r.
12 Árni Magnússon, Arne Magnusson: Brevveksling med Torfæus (Þormóður Torfason), útg.
Kristian Kålund (Kaupmannahöfn: Nordisk forlag, 1916), 196.
13 [kristian kålund], Katalog over den Arnamagnæanske håndskriftsamling, 2 b. (kaupmanna-
höfn: Gyldendal, 1889–94), 1:54.
14 kålund, Katalog, 1:474.
tvÖ skRIF Um KöTLUDRAUM
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 187 12/13/15 8:24:51 PM