Gripla - 20.12.2015, Page 188
GRIPLA188
Kaupmannahafnar, hann hafði hug á að verða eftirmaður Ásgeirs Jónssonar
sem skrifari hjá Þormóði torfasyni og Árni Magnússon fékk hjá honum
handrit og Árni giskaði á að hann hefði haft með sér handrit með lagaskýr-
ingum. Allt þetta sýnir að Benedikt hefur fengist við fræðastörf þegar á
unga aldri.
Líklegt er að fáir viti að rit eftir Benedikt kom út á prent og varð mjög
vinsælt. fjórum árum eftir dauða hans eða 1723 kom á Hólum:
Þad ANdlega tvij-Partada Bæna Reykielse Þess gooda Guds
kienne-manns, saal. sr. Þordar Baardar sonar, Fordum ad Byskups
tungum I ANdlegann eirnenn tvij-Partadann salmasaung sett og
Snwed, Af sꜳl. Benedicht magnussyne BeCk, Fyrrum valldsmanne
i Hegraness syslu.
Þetta er langur titill sem hér er stafréttur. Bænirnar komu út aftur 1731 og
1740 og árið 1746 komu þær með sjálfu Bænareykelsi Þórðar Bárðarsonar
og komu hvorki meira né minna en níu útgáfur af þeim saman, seinast í
viðey 1836. með öðrum orðum voru sálmar Benedikts út af Þórðarbænum
prentaðir alls 12 sinnum á rúmri öld.
Benedikt orti talsvert, aðallega sálma og erfikvæði, og er sumt á latínu,
en í ævisagnasafni Hannesar Þorsteinssonar, Ævum lærðra manna, sem
varðveitt er í Þjóðskjalasafni íslands, eru margar tilvísanir í handrit með
kveðskap hans, en hér er ekki staður til að gera honum frekari skil.
eiginhandarrit Ljúflings
Handritið Lbs 2676 4to er eiginhandarrit höfundar, Benedikts magnús-
sonar Bech. Á titilblaði stendur:
Adskiliannlegra Sꜳlma Kvæda og | Saungvijsna | Lijstehꜳfur15 |
J firstu | til gagns Æru og gamans grö|dursettur af | Jmsum
skalldum. | enn Hier Nu | til skodunar Lærdoms og skiemtunar |
Innplanntadur og nidurradadur | Af Skrifara og Eigara Kwer|sinns |
BeNedICt mAGNUssINe | sigurdio Bech. | Anno 1699.
15 Svo hefur vanalega verið lesið, en stafir í þessu orði eru mjög skreyttir á sérlegan máta svo
aðrir eru ekki til samanburðar. Greinilegt er að einn staf vantar og því er líklegasti lestur,
„Lij<s>tehꜳfur“.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 188 12/13/15 8:24:51 PM