Gripla - 20.12.2015, Síða 191
191
Greinamerkjasetningu handritsins er fylgt nokkuð nákvæmlega, þótt
hún brjóti í bága við það sem var og er nú venjulegast, t. d. er tvípunktur
innan í svigum. Greinamerkjasetning á fyrri tíðum er oftar en ekki hluti
af stíl manna og þess vegna er oft nokkur ástæða til að hrófla ekki of
mikið við henni. stafsetningu handritsins er breytt til þess horfs, sem nú
tíðkast, en orðmyndum ýmsum er haldið og ekki alltaf samræmt, t. d. er
ýmist skrifað „eg“ eða „jeg“. Þar sem nú er skrifað „lagi“ er oft í handritinu
„læge“, t. d. 23.1 og „heÿlæger“ 44.5 og 47.3. Alls staðar er hér samræmt
„hvör“ í öllum myndum þess orðs, þótt vafasamt sé, en á einum stað er
skrifað „hvór“ 58.3 (ó = ö), annars staðar er ritað „hvor“.
eðlilegt er að skilja 4. erindi Ljúflings svo að höfundur hafi heyrt menn tala
um Kötludraum og álitið efni hans sannsögulegt. tilgangur Benedikts með
kvæðinu var, eins og segir í lok sama erindis, að brjóta „í þann trúarskans-
inn skarð.“ Ljúflingur er m.ö.o. saminn gegn Kötludraumi, eins og fyr-
irsögnin ber með sér og áður var getið. í 6. erindi efaðist höfundur ekki
um, að hjónin már og katla hefðu verið til, en í tveimur næstu vísum er
hann efins um álfinn kára. í Ljúflingi er því stíft haldið fram, að álfar séu
djöflar; í 10. erindi er talað um að fjandinn hafi fundið upp að tala um álfa
og í 14.–16. og 18. erindi er meira um hann og að álfar séu þess kyns. Í 22.
og 23. erindi er rætt hvað þarna hafi átt að gerast í frásögn Kötludraums, „ef
að þessi saga er sönn?“ í fyrsta lagi er talið, að um missýningu hafi verið að
ræða, í öðru lagi „ellegar kollski í kára líki“, en í þriðja lagi að „hún slíkt í
draumi sæi“. seinast í seinna 23. erindi segir þar að már hafi verið barnsins
faðir, þ.e. Ara. ekki er ástæða til að endursegja efni úr vísum í framhaldinu,
en í 28. erindi segir:
enn síst mun verða satans andi,
seirna lífsins aðnjótandi.
Þarna er vikið að því sem fyrrum var trúað, að álfar hefðu ekki ódauðlega
sál og kemur það fram í 60. vísu Fjandafælu jóns lærða, sem tilfærð er
eftir 42. erindi Ljúflings, en þar segir: „vantar ei nema sjálfa sál“. Benedikt
magnússon Bech er ekki einn um að tilfæra fyrrnefnda vísu, því að jón
espólín tók hana líka upp í Íslands Árbækur.20 eins og getið er neðanmáls
20 jón espólín, Íslands Árbækur í sögu-formi, 6. deild (Kaupmannahöfn: Hið íslendska Bók-
mentafélag, 1827), 49.
tvÖ skRIF Um KöTLUDRAUM
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 191 12/13/15 8:24:51 PM