Gripla - 20.12.2015, Page 192
GRIPLA192
við texta Ljúflings, er vísan einnig prentuð í 1. bindi af Þjóðsögum jóns
Árnasonar. Þar er hún sögð merkja, að álfar hafi enga skynsemi, sem er
rangt, því að vísan merkir í raun að álfar hafi ekki ódauðlega sál eins og
mannfólkið. Þessi kenning um sálarleysi álfafólksins fór mjög í skapið á
séra guðmundi Einarssyni og var 5. óguðlega kenningin í ritinu Hugrás
sem hann samdi 1627 gegn Fjandafælu, „að álfafólkið sé Adams afkvæmi,
en móðurlaust og sálarlaust. Item að það sé guðs börn, og hafi vit á öllu
utan að forðast vélræði djöfulsins.“21 Af þessum tilvitunum kemur fram,
að lærðir menn hafa viljað að það væri viðtekin skoðun, að álfar væru illir
andar, djöflar, en margir voru þeirrar skoðunar að þeir væru af guðlegum
uppruna eins og tilvitnuð orð Guðmundar einarssonar sýna.
í 41. vísu Ljúflings er byrjað að tala um jón lærða og segir að hann hafi
ort „drápu brag“ og átt er þar við Fjandafælu, en kvæðið er ekki nefnt með
nafni. Önnur rit eftir jón lærða virðist Benedikt ekki hafa þekkt svo sem
Tíðfordríf, en þar er langur kafli um álfa, sem víða er í handritum. ekki var
við því að búast að Benedikt hefði þekkt Samantektir eftir jón lærða, en þar
sagði „hvert sá Ari ... var mársson eður kársson er í efanum“.22 með öðrum
orðum var jón lærði ekki fyllilega trúaður á sannleiksgildi Kötludraums
frekar en Benedikt. seinast er jón nefndur í 53. erindi Ljúflings; þar er talað
um „ljúflings kvæði“ hans, sem er varla rétt, en síðan segir: „andsvars meir
ei virða vil“ og þar á eftir er farið háðuglegum orðum um kvæðið og höfund
þess. í síðasta erindi kvæðisins er því gefið nafnið Ljúflingur og seinasta
ljóðlínan hljóðar svo: „Kveð eg so lumpinn Kötludraum.“
Kötludraumur fylgir í 10 handritum af þeim 20, þar sem Ljúflingur er
varðveittur. Af þeim er hann aðeins eignaður jóni lærða í tveimur, báðum
runnum af Austurlandi og voru í höndum Sigmundar Long: Lbs 2125 4to
og Lbs 2170 8vo. Þar sem kvæðið fylgir annars Ljúflingi í handritum er
það engum eignað. Hálfdán einarsson eignaði jóni lærða Kötludraum í
bókmenntasögu sinni.23 víðar er sagt, að jón lærði hafi ort Kötludraum og
21 Einar g. Pétursson, Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða. Samantektir um skilning á Eddu og
Að fornu í þeirri gömlu norrænu kölluðust rúnir bæði ristingar og skrifelsi. Þættir úr fræðasögu
17. aldar, 2 b., rit, 46. b. (reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, 1998), 1:114.
Stafsetning er hér samræmd.
22 Einar g. Pétursson, Eddurit, 2:89. Stafsetning er hér samræmd. Í skýringum við þennan
stað kemur fram, að jón lærði taldi Kötludraum til leiðslubókmennta; sama rit, 1:383–384.
23 Hálfdan einarsson, Sciagraphia historiæ literariæ Islandicæ autorum et scriptorum tum editorum
tum ineditorum indicem exhibens (Kaupmannahöfn: [án útg.], 1777), 82.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 192 12/13/15 8:24:52 PM