Gripla - 20.12.2015, Blaðsíða 193
193
rakti ólafur davíðsson dæmi um það.24 í Ljúflingi nefndi Benedikt ekki
höfund kvæðisins, en hann sendi jóni lærða tóninn og vitnaði í Fjandafælu,
þótt kvæðið sé ekki nefnt með nafni. Þess vegna er eðlilegt að menn hafi
fyrir misskilning farið að telja jón lærða höfund Kötludraums.
Annars er Ljúflingur merkileg og gömul heimild um álfatrú, því að kvæðið
er frá því um 1700, en í 18. erindi segir:
hvör sem ljúfling heima byggir,
helgan skara í burtu styggir,
en að sér hyllir Andskotann.
Hér er vísað til þess siðar að byggja álfum heima á gamlárskvöld og finnst
höfundi það ekki gott. Þetta er elsta kunna heimild um þennan sið, en áður
var elsta þekkta heimildin í Orðabók jóns ólafssonar úr Grunnavík, en þar
stendur um álfa meðal annars eftirfarandi:
að byggja álfum heima kveldið fyrir nýársdag. hac formula [með
þessu máltæki] sitji þeir sem sitja vilja. fari hinir sem fara vilja
[þessi seinasta setning er yfirstrikuð] vel forte [eða ef til vill] leyft
sé þeim landið vilja. fari hinir, sem fara fýsir. Et hac de causa [og
af þessari ástæðu]: að brjóta að eldi í eldhúsi, að kveldi næturinnar
fyrir nýársdag, so álfafólkið, það sem flytur bú sitt, megi orna sér,
ef því er kalt.25
Önnur handrit Ljúflings
Ýmsir telja eflaust óskynsamlegt að eyða tíma í að skoða uppskriftir texta
þar sem eiginhandarrit er varðveitt, en þó taldi ég ómaksins vert að skoða
nokkuð handrit Ljúflings. Fyrir utan eiginhandarrit reyndust alls 19 handrit
finnanleg, en alls ekki er víst að upptalningin sé tæmandi, þar sem skráning
er mjög svo misnákvæm í söfnum og sum söfn óskráð. Þar sem varðveislan
er góð, getur ekki orðið stór skaði, þótt einhver handrit með misgóðum
textum hafi farið fram hjá mér.
24 Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur, 4. b., Íslenzkar þulur og þjóðkvæði, útg. ólafur
Davíðsson (Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafjelag, 1898–1903), 16.
25 Am 433 1 fol., bl. 285v. klausan er í viðbót frá síðari árum jóns ólafssonar. stafsetning er
hér samræmd og latnesk orð þýdd og skýringar innan hornklofa. Sjá einnig: Árni Björnsson,
Saga daganna (reykjavík: Mál og menning, 1993), 395 og rit sem þar er vísað til.
tvÖ skRIF Um KöTLUDRAUM
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 193 12/13/15 8:24:52 PM