Gripla - 20.12.2015, Page 194
GRIPLA194
Nú verða handrit Ljúflings talin upp og síðan getið lauslega um skyld-
leika, en ekki verður sett upp stemma, eða ættarskrá. Þegar hefur rækilega
verið fjallað um eiginhandaritið, en nú verður fjallað um önnur handrit eftir
númeraröð. Kötludraumur fylgir oft Ljúflingi í handritum eins og áður sagði
og í upptalningu handrita hér á eftir er getið hvort hann er með. Ástæða
væri til að kanna, hvaða texti Kötludraums fylgir Ljúflingi og hvort þeir
textar séu skyldir. Þegar unnið verður að vísindalegri útgáfu Kötludraums
verður sá skyldleiki rakinn og vonandi verður þá þessi athugun til nokk-
urrar hjálpar. Hér verður líka að hafa í huga, að handritið Lystiháfur er frá
1699 eða litlu síðar og er því með elstu handritum Kötludraums. Hann var
þó ekki meðal þeirra handrita, sem jón Helgason prófessor skrifaði upp
(sbr. hér á eftir s. 214).
AM 960 4to. í þessu handriti eru ýmis kvæði og fleira, sem ýmsir höfðu
sent til „det kgl. nord. Oldskriftselskab“ og fór þaðan ásamt öðrum
handritum félagsins í Árnasafn 1883.26 Ljúflingur er fyrsti liður í handritinu
(þ.e. AM 960 I 4to) og er 8 síður. fyrirsögn er svohljóðandi: „Liuflíngr;
edr Censura Syslumansens Sal. B. M. S. Bech yfer Kỏtludrꜹm.“ Kvæðið
er heilt og vísan úr Fjandafælu er aftan við 42. erindi neðanmáls með
fyrirsögninni: „Ita fiandaf:“ [þannig Fjandafæla]. eins og áður sagði var
handritið í eigu Konunglega norræna fornfræðafélagsins. Í skýrslu um
starfsemi þess fyrir árið 1851 stendur:
Ólafur stúdent Ólafsson í Skagafirði hefir sent: ... 3) Afskript af
kvæði eptir Benedikt sýslumann Bech í skagafirði, sem hann kallar
„Ljúlíng“; Það er ritað móti kvæðinu „kötludraumi“, og álfatrú
allri, með mjög óskáldlegum ástæðum. kvæði þetta sýnist vera ritað
með hendi Hálfdanar einarssonar skólameistara, ... alls er kvæðið
69 erindi.27
vitað er að skýrslan var samin af jóni sigurðssyni forseta, en hann starfaði
mikið fyrir þetta félag.28
26 kålund, Katalog, 2:278–279.
27 [jón sigurðsson], „det historisk-archæologiske Archiv,“ Antiquarisk tidsskrift (1849–1851):
256–257.
28 Páll eggert ólason, Jón Sigurðsson, 3. b. (reykjavík: Hið íslenzka þjóðvinafélag, 1929–33),
392–393.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 194 12/13/15 8:24:52 PM