Gripla - 20.12.2015, Side 195
195
Hálfdan einarsson skólameistari á Hólum var uppi á árunum 1732 til
1785.29 Ekki er þó öruggt að handritið sé með hendi hans, því að á miða
með þessum parti handritsins, næstum örugglega með hendi kålunds,
stendur einnig: „Halld. Hjálmarsson (ifg. JÞ.)“. næsta víst er að hér
er skammstöfun á nafni jóns Þorkelssonar síðar þjóðskjalavarðar. ekki
breytir þetta miklu um aldur, því að Halldór Hjálmarsson var konrektor
á Hólum og var uppi á árunum 1745 til 1805, en var heilsulaus seinustu
árin.30 Báðir voru þeir Hálfdan og Halldór tengdir Hólaskóla á svipuðum
tíma, svo að hvor þeirra sem hefur skrifað handritið, þá hefur það verið
skrifað á Norðurlandi á seinni hluta 18. aldar.
Lbs 625 4to. „skr. ca. 1800–1810. ... mun rituð á snæfellsnesi og hefir
skrifarinn látið nafns síns getið á bls. 416 (»G. Gson«).“31 Ljúflingur er á s.
131–140 með svohljóðandi fyrirsögn: „Kvæded Liuflingur ordt af sal Sysslu
mannenumm y Hegraness þinge Benedict magnus syne Beck med listugu
lagie sem epter filger“. kvæðið Ljúflingur er hér heilt, en ekki er eftir 42.
erindi vísan úr Fjandafælu. Framan við á s. 125–131 er „kautlu draumur“,
en ekkert er talað um höfund hans.
Lbs 936 4to. Handritið er „skr. ca 1880. ... vísna- og kvæða-bók með
hendi séra friðriks Eggerz.“32 fyrirsögnin er: „Kvæðið Ljúflíngur“ og
er skrifað þrídálka á s. 776–777. textinn er ekki heill og vantar 12.–13.,
26.4–27.1, 31.–33., 35.–40., 42.–52. og 54.–69. erindi, svo að seinast er 53.
erindi, en aftan við það stendur:
N. Þar sem þetta teikn NB. er þar vantar í kvæðið eins þar sem
þesse „—“ eru. Það er lángt og geíngur allt útá að reka Álfatrú,
og segir hann það vera djỏfulsins gegleríe til að narra menn, en
Benedict magnússon Bech sýslumaður í Hegranessþinge hefur það
ort — móte kvæði Jóns gs um ljúflínga, og Kỏtludrꜹ́mi.
29 Páll eggert ólason, Íslenzkar æviskrár, 2:235–236.
30 Páll eggert ólason, Íslenzkar æviskrár, 2:256–257.
31 Páll eggert ólason, Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 1:285. Í lyklum við skrána er
skrifari talinn Guðmundur Guðmundsson, en ef borið er saman við önnur handrit með
sömu hendi er víst, að skrifari er Gunnlaugur Guðmundsson á svarfhóli í miðdölum. sjá
jón Guðnason, Dalamenn. Æviskrár 1703–1961, 3 b. (reykjavík: Á kostnað höfundar,
1961–66), 1: 197.
32 Páll eggert ólason, Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 1:394.
tvÖ skRIF Um KöTLUDRAUM
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 195 12/13/15 8:24:52 PM