Gripla - 20.12.2015, Page 196
GRIPLA196
Líklegt virðist af þessum niðurlagsorðum að skrifarinn, Friðrik eggerz,
hafi stytt kvæðið. Eins og sést af blaðsíðutali er handritið mjög stórt, en
ekki er Kötludraumur þar neins staðar, en verið getur að kvæðið hafi verið
í öðrum handritum, sem séra friðrik hafði undir höndum.
Lbs 2125 4to. Á titilblaði stendur: „Safn af Ljóðmælum ýmislegs Efnis og
Eftir ýmsa Höfunda byrjað Árið 1865 af Sigmundi Mattíassyni þá Verandi
á Brennistöðum“. Á fremra saurblaði stendur: „Sigmundur Mattíasson
1869.“ Ljóst er því á hvaða árum handritið er skrifað. Það er fyrsta bindi af
tíu í ljóðmælasafninu. kvæðið Ljúflingur er á s. 215–228 og er fyrirsögnin:
„41ta Ljúflíngur sensura mín yfir kötludraum. — B. m. s. Bekk —“.
tölusetningin á kvæðinu er örugglega komin frá skrifara, en aftan við það
hefur hann skrifað:
Þettað kvæði skrifaði jeg eftir mjög rotnum og máðum Blöðum, er
ey urðu nærri því allstaðar Lesinn, og því eru eiður í kvæðinu, enn
af því eg higg það óvíða til, þókti mér þó betra að hafa nokkuð, enn
aldeilis ekkert.
Þetta er aldeilis rétt, því að sums staðar vantar heilu ljóðlínurnar í kvæðið,
má t. d. nefna 11. erindi, en þar vantar 2. vísuorð og 1. vísuorð sama erindis
hljóðar svo: „Álf og ljúfling út nú leggjum“. Ekkert erindi vantar þó alveg,
því að kvæðið er alls 69 erindi. slíkar skemmdir í handritum gætu e.t.v.
stundum skýrt mismunandi gerðir texta. erindið úr Fjandafælu er hér með
upphaflegri fyrirsögn, en aftan við það stendur: „(samanber fjandafælu
jóns Lærða)“.
Á undan fyrrgreindri tilvitnun s. 228 um forrit handritsins eru fjögur
erindi, sem ég þekki ekki annars staðar, þar sem Ljúflingur er lofaður og
álfatrú talin slæm villutrú. Höfundar er ekki getið, en þar sem þau sýna
viðhorf til álfatrúar verða þau birt hér stafrétt:
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 196 12/13/15 8:24:52 PM