Gripla - 20.12.2015, Síða 198
GRIPLA198
Lbs 163 8vo. Á titilblaði stendur: „Ljóð-mæli. flest eptir tilgreinda høf-
unda. II B.“ Þetta er 2. bindi af 27 alls í ljóðmælasafni „Að mestu m.h. Páls
stúdents Pálssonar“, sem samkvæmt handritaskrá er skrifað „ca. 1850–
1870.“34 Ljúflingur með hendi Páls stúdents er á s. 401b–415b. skýringin
á því af hverju síðurnar eru merktar með „b“ er sennilegast sú, að þessum
blöðum var aukið aftan við síðar og eru þau yngri en meginhluti handrits-
ins. Blöðin eru blá og „b“ virðist skrifað síðar en textinn. kvæðið hefur
svohljóðandi fyrirsögn: „Ljúflíngur eður Censura syslumanns Benedikts
Magnussonar Bech, yfir Køtludraum (eftir Lambastaðabók,) (seinna skr.
með hendi Þorkells í tóptum, (þ) í safni j A. 8 N.)“ kvæðið er heilt
og erindið úr Fjandafælu er hér með. Kötludraumur fylgir hér ekki og
samkvæmt registri framan við 1. bindi þessa kvæðasafns, þ.e. Lbs 162 8vo,
er hann þar ekki eða í 3. bindi kvæðasafnsins.
ólafur davíðsson nefndi Lambastaðabók í 3. bindi af safni sínu og
prentaði þar viðlag úr henni.35 sama viðlag prentaði jón m. samsonarson
og vísaði þar í handritið js 509 8vo.36 Þar af leiðandi er ljóst, að 509 er það
handrit sem ólafur davíðsson kallaði Lambastaðabók og 163 er uppskrift
af js 509, en sá orðamunur, sem merktur er með „þ“ á spássíum og milli
lína í 163 er greinilega úr js 493 8vo.
Lbs 705 8vo. „Skr. um 1800. Kvæðasafn m.h. síra Pétrs Björnssonar á
tjörn. nafngreindir höfundar: ... Benedikt M. Beck“.37 samkvæmt því
sem stendur við Lbs 692 8vo var það handrit ásamt fleirum, þar á meðal
þessu, „keypt úr dánarbúi Jóns justitariuss Pétrssonar.“ Fyrirsögn í handrit-
inu er: „Liűflingur, Kvedinn af Säl. B. M. Bech.“ Kvæðið er á s. 189-190
og er heilt nema erindið úr Fjandafælu jóns lærða á eftir 42. erindi vantar.
Kötludraumur er ekki í handritinu.
Lbs 769 8vo. „Skr. ca. 1790. ... Kvæðabók. M. h. Jóns Árnasonar í Ból-
staðarhlíð. nafngreindir höfundar: Benedikt Magnússon Bech“.38 Um feril
handritsins stendur á sama stað: „Keypt 1903 af Jósafat Jónassyni.“ Þetta
34 Páll eggert ólason, Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 2:38.
35 Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur, 3. b., Íslenzkir vikivakar og vikivakakvæði, útg.
Ólafur Davíðsson (Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafjelag, 1894), 352.
36 Kvæði og dansleikir, 2:186.
37 Páll eggert ólason, Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 2:135.
38 Páll eggert ólason, Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 2:148.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 198 12/13/15 8:24:52 PM