Gripla - 20.12.2015, Síða 199
199
er sami maður og seinast gekk undir nafninu steinn dofri. Ljúflingur er á
s. 193–206 með svohljóðandi fyrirsögn: „Liuflingur. Kvedinn af Sal: B: M:
S Beck.“ Kvæðið er hér heilt, en sleppt er erindinu úr Fjandafælu eftir 42.
erindi. Kötludraumur er ekki finnanlegur í þessu handriti.
Lbs 1082 8vo. „ein hönd. … II. Bls. 150–554. kvæðasafn. Nafngreindir
höfundar: ... Benedikt Bech“.39 Á fremra saurblaði er álímdur miði með
hendi Jóns Þorkelssonar forna: „Plánetu og kvæðabók skr. 1780–85 í
gaulverjabæ af Hannesi Kolbeinssyni. Léð mér 6/10. 91 af stud. jur.
einari Benediktssyni fyrir hönd frænda hans stud. jur. einars stefánssonar.
gefin mér af cand. jur. Einari Benediktssyni 2/8. 92.“ Seinasta setningin
er augljóslega skrifuð síðar eins og dagsetningin ber með sér, enda með
öðrum bleklit. Á næsta blað hefur sami maður skrifað: „Ólafur Davíðsson
kallar þetta „Einarsbók“ mína í víkivakabók sinni khöfn 1894, og Þulum
og Þjóðkvæðum kh. 1897“. Ljúflingur er á s. 190–211 og er fyrirsögn svo-
hljóðandi: „Liwflýngur. Kvedinn af Benedicht Magnúss syne Beck, ꜳ
moote Køtlu=Draum med lag sem ords kvida=klase.“ Í kvæðið vantar 38.
erindi, en erindið úr Fjandafælu fylgir. Framan við Ljúfling er, s. 169–190,
Kötludraumur og er hann hér 88 tölusett erindi, en ekki er þar neitt getið
um höfund.
Lbs 1174 8vo. „tvær hendr. skr. á 18. öld.“40 Handritið er fallega skrifað,
illa farið, en nýlega hefur verið gert við það. Ljúflingur er á bl. 19v–26v,
en blaðatalið var skrifað af bókaverði fyrir viðgerð. eitt blað vantar eftir
bl. 22, en þar voru á erindi 28.4–36.4, og einnig vantar sums staðar ofan
af blöðunum heilu ljóðlínurnar. fyrirsögn er: „Liúf=Lïngur. Meiníng
Benedicts Magnus sonar Beck, ífer Kótludrꜹm.“ Í textann vantar 38. erindi
og vísuna úr Fjandafælu jóns lærða. Framan við Ljúfling er í handritinu
Kötludraumur og er þar 54 erindi tölusett, en ekki er þar neitt talað um
höfund. Þetta handrit eins og það síðastnefnda er komið í Landsbókasafn
frá jóni Þorkelssyni forna.
39 Páll eggert ólason, Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 2:206–207. Þetta handrit var
ásamt fleirum keypt í Landsbókasafn 1904 af jóni Þorkelssyni þjóðskjalaverði.
40 Páll eggert ólason, Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 2:226.
tvÖ skRIF Um KöTLUDRAUM
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 199 12/13/15 8:24:52 PM