Gripla - 20.12.2015, Page 201
201
lingur. Sensura mín yfir Køtludraum Benedix M. S. Beck.“ textinn nær
ekki lengra en í 3.6 „sannleiks“, og er hann svo langt sem hann nær nokkuð
góður. sigmundur Long hefur átt handritið, en ljóst er af samanburði á
Lbs 2170 8vo við Lbs 2125 4to, að 2170 getur ekki verið forrit 2125 þegar
það var fyllra en nú er. sigmundur hefur skrifað inn í handritið ofan við
Ljúfling: „sbr, 1ta Bindi“, en þar er hann að vísa til Lbs 2125 4to, sem að
framan gat. Framan við Ljúfling, bl. 25r–30v, er kvæðið Kötludraumur
85 tölusett erindi. Næsta kvæði framan við Kötludraum er „ARAdALs
BrAgur kvedinn af Joone gudmunds syne LÆrDA.“ Við Kötludraum
stendur hér, að hann sé „Sama Authoris.“ Þetta er svo að skilja, að Jón lærði
er talinn hafa ort kvæðið, en hann er einnig nefndur höfundur í Lbs 2125
4to eins og áður sagði. meira er um að jón lærði hafi verið talinn höfundur
Kötludraums er aftan við umfjöllun um texta Ljúflings í handriti Benedikts
sjálfs, sjá s. 191–93 hér að framan).
JS 400 4to. „skr. á 18.–19. öld. kvæðasafn ... Nafngr. skáld ... Benedikt
magnússon Bech“.44 Ljúflingur er þar í handriti á að giska frá 18. öld, en
þar er aðeins eitt blað og skert vinstri spássía. Ofan við stendur að því
er virðist með hendi Jóns Sigurðssonar: „Bened. Bech um Kötludraum“.
textinn endar með 10.1 „kalla“. í handritinu er samtíningur um og eftir
ýmsa höfunda og eru þar tilvísanir til heimilda um Benedikt magnússon
Bech.
JS 493 8vo. Þetta handrit er ásamt 496 og 509 úr 50 binda kvæðasafni jóns
Árnasonar þjóðsagnasafnara.45 Þau eru öll bundin og með registri eftir Pál
stúdent Pálsson. Á fremra saurblaði stendur:
Þessa bók fékk eg frá fræðimanninum Brynjólfi Jónssyni á Minna-
núpi í eystrahrepp 11. julí 1861; er hún skrifuð af skrifuð af [svo]
Þorkeli jónssyni á tóptum í Grindavík; því heitir hún „tóptabók“,
Jón Árnason
Kvæðið er á s. 49–62 og er fyrirsögn svohljóðandi: „Liüflijngur. | Qvedenn
Af sꜳl. sysluma|manne [svo] Benedickt magnus | syne Beck. | a moote |
44 Páll eggert ólason, Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 2:564.
45 Páll eggert ólason, Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 2:705–713.
tvÖ skRIF Um KöTLUDRAUM
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 201 12/13/15 8:24:52 PM