Gripla - 20.12.2015, Síða 202
GRIPLA202
Køtlu Drøjm | med lag sem ords qvida | Klase.“ Þrjú erindi vantar hér í
Ljúfling, þ. e. 18., 38. og 48. erindið úr Fjandafælu Jóns lærða er hér með,
en fyrirsögn þess er: „A stæda Jons Lærda.“ Kötludraumur er ekki í þessu
handriti. eins og getið er við handritið Lbs 163 8vo, tók Páll stúdent
Pálsson þar orðamun úr 493.
JS 496 8vo. Á fremra saurblaði stendur með hendi Jóns Árnasonar:
Fyrra hluta þessarar bókar alt til 162. bls. sendi sèra jón Benedicts-
son á Söndum mèr með bréfi 11. December 1861, en síðara hlutann
fèkk eg frá Brynjólfi bókbindara Oddssyni, og ætla eg hann segði
hann ættaðan úr Arnarfirði, eins og B. I.
Handritið er eins og áður sagði ásamt næsta handriti á undan og eftir hluti
af kvæðasafni. kvæðið Ljúflingur er á s. 102–115 með svohljóðandi fyr-
irsögn: „Lÿuflijngur þad er lensara [svo, þ.e. sensura = dómur] mijn yfer
køtlu Draum B. M. S. B.“ Kvæðið er heilt og erindið úr Fjandafælu á sínum
stað, fyrirsögnin er aftan við 1., 2. og 4. vísuorð og hljóðar: „þerba [svo, þ.e.
verba = orð] Autoris Jőnæ“. Afbakanirnar gætu bent til þess að skrifari hafi
ekki verið latínulærður. Kötludraumur er ekki í handritinu.
JS 509 8vo. „Lambastaðabók“. Þetta handrit er eins og þau tvö, sem nefnd
voru hér næst á undan, hluti af kvæðasafni Jóns Árnasonar. Handritið er
eins og 496 með registri með hendi Páls Pálssonar stúdents. Á titilblaði
stendur með hendi Páls: „mestallt með hendi Sigurðar Magnússonar í
Holltum.“ Ljúflingur er á s. 167–189 og fyrirsögn svohljóðandi: „Liúflingur,
edur Censura sýslumannsins sál. Benedicht magnússonar Bech yfer
Kỏtludrꜹm.“ Kvæðið er ekki með hendi Sigurðar í Holtum. Aftur á móti er
næsta kvæði þar á undan, á s. 153–166, Kötludraumur, með hendi sigurðar,
og er hann hér 88 erindi, en ekki er getið höfundar. Þar sem Ljúflingur
er með sérstakri hendi mætti láta sér detta í hug, að sá texti hefði verið
útvegaður sérstaklega. Kvæðið er heilt og vísan úr Fjandafælu alveg eins
og í frumriti Ljúflings. eftir þessu handriti var Lbs 163 8vo skrifað eins og
fyrr sagði.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 202 12/13/15 8:24:53 PM