Gripla - 20.12.2015, Page 204
GRIPLA204
Fyrri staðurinn er í 48.6 „kiaffta“, en neðan við stendur „kiösa“. virðist
svo sem ætlast sé til, að í þessari ljóðlínu verði val milli orða. Athyglisvert
er að eitt handrit, Lbs 1608 4to, hefur bæði orðin og setur upp eins og í
frumritinu. Handritið er annars sérlega nákvæmt sem bendir til að skrifað
hafi verið beint eftir frumritinu eða mjög náskyldu handriti. eftirtalin
fimm handrit hafa aðeins orðmyndina „kjósa“: Lbs 2125 4to; Lbs 163 8vo;
Lbs 1174 8vo; js 496 8vo; js 509 8vo. við þetta er það að athuga, að 509 er
forrit 163. Aftur á móti hafa aðeins „kjafta“ eftirtalin átta handrit: AM 960
4to; Lbs 625 4to; Lbs 2856 4to; Lbs 705 8vo; Lbs 769 8vo; Lbs 1082 8vo;
íB 105 4to; ms Bor. 132.
Hinn staðurinn, þar sem val er milli orða er í 68.1, en þar er fremsta
orðið í ljóðlínunni „nög“, en neðan við er „Æred“. Þann leshátt hafa aðeins
tvö handrit: Lbs 1082 8vo; JS 493 8vo, en hin 14 hafa „nög“.
í nokkrum handritum hafa ljóðlínur úr 62. erindi verið settar inn í 58.
erindi. í eiginhandarritinu eru 4. og 5. vísuorð í 58. erindi Ljúflings svo-
hljóðandi:
á himni og jörðu, yfir og undir,
um eilífð bæði og tímans stundir.
Í eftirtöldum fimm handritum: Lbs 625 4to; Lbs 2856 4to; Lbs 705 8vo;
Lbs 769 8vo; íB 105 4to hefur þessum vísuorðum verið skipt út og hljóða
þau svo í 625:
hátt og lágt á himni og foldu
hinir dauðu og byrgðir moldu.
í fyrrnefndum handritum hafa inn í 58. erindi verið sett 4. og 5. vísuorð úr
62. erindi í staðinn fyrir svohljóðandi upphaflegan texta:
hátt og lágt, á himni og foldu,
hinir neðri, og byrgðir moldu.
Þessar ljóðlínur í 58. erindi eru endurteknar í 62. erindi í þessum hand-
ritum, en þó er sá munur, að í seinni línunni er sett „dauðu“ í stað „neðri“.
ekki er mögulegt að brenglið milli vísna hafi í þessum fimm handritum
orðið með þeim hætti, að þau hafi hvert fyrir sig verið skrifuð niður eftir
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 204 12/13/15 8:24:53 PM