Gripla - 20.12.2015, Síða 205
205
munnlegri geymd. Hugsanlegt væri, að textinn hefði brenglast í einu,
þegar það var skrifað eftir munnlegri geymd, en síðan hefðu handritin
með erindabrenglið verið skrifuð eftir því. Þar sem frávik eru ekki meiri
er líklegast, að hér sé aðeins brenglun í uppskrift. niðurstaðan af þessum
handritasamanburði er í stuttu máli, að breytingar benda til þess að
handritin hafi ekki verið skrifuð eftir minni, heldur hafi texti Ljúflings
gengið í uppskriftum. Hér er því varðveisla Ljúflings gjörólík varðveislu
Kötludraums sem fjallað verður um hér á eftir.
Lbs 2676 4to.
LJúfLIngur
sensúra mín yfir þennan kötludraum. B. m. Beck.
1. Sinni trú skal sérhvör lýsa,
sömuleiðis þar til vísa,
sem hún er í nokkru naum;
ef einhvör vildi eftirhlera,
eg vil sama í þessu gjöra,
kímilegum kötludraum.
2. ekkert höfuð aðgætninnar,
æðstan fésjóð trúarinnar,
leggi í bæli svína sinn,
og þótt margur í þeim flokki,
ei vil jeg með þeim ganga stokki,
framar skal eg meta minn.
3. Á æfentýra örgum bögum,
Amors dikt og lygisögum,
ýmsir trúar festa fót,
en ef réttu eiga að trúa,
öfugt við því jörkum snúa,
og sannleiks orði segja á mót.
tvÖ skRIF Um KöTLUDRAUM
4. so sem nokkurt sannleiks gildi,
soddan kötluvitran skyldi,
áheyrsla jeg eitt sinn varð;
þar fyrir eg þetta skrafa,
því eg vildi brotið hafa,
í þennan trúarskansinn skarð.
5. Þennan draum eg það um meina,
því vil eg ei fyrir nokkrum leyna,
Að hans er gjörvallt A og ó,
upprunnið af æðum lyga,
og útflætt þaðan náttúrliga.
Æð þá Kollski sjálfur sló.
6. nú vil eg hér til líklegt leiða,
og lygaflækju þessa greiða,
út af nokkra raka rót:
Að sá már og mærin katla,
menn hafi verið til, jeg ætla,
þar er ekki margt á mót.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 205 12/13/15 8:24:53 PM