Gripla - 20.12.2015, Blaðsíða 210
GRIPLA210
46. Enn erum vér og allur lýður,
álfunum í þessu síður,
eftir Adams fallið fyst,
so sem þeirra sóma gæði,
sívaxandi í blóma stæði,
en vér gáfur allar misst.
47. er nú hvörjum auðráðandi,
af yfirburða slíku standi,
sem heilagir væru víst;
en sú jóns lærða sama drápa,
soddan titil lætur glápa,
og lofgjörð þá þeim leggur síst.
48. Þegar hann segir: þar við liggi,
þessa ef nokkur álfa styggi,
heilsu, lukku og heilla bann,
en hinn sem við þá heldur ræktir,
hafi vissar auðnu nægtir,
og hvað eitt er49 kjafta50 kann.
49. Soddan get eg sérhvör skilji,
so sem djöfull hér með vilji,
nauðga manni að sinna sér,
og ýmist það með eftirlæti,
ellegar hinu verra sæti,
þeir sem að eru þverlynder.
50. Af því hann veit sig allir hata,
og ekkert kunni það að bata,
nema soddan narraspil,
að undir slíku álfa nafni,
ástum til sín margur safni;
þetta kemur nú þanninn til.
49 ,Er‘, krabbað, óviss lesháttur.
50 ,kiaffta, kiösa‘, fyrir neðan, svo að sjá sem höfundur hafi viljað hafa val um orðin.
51. en hatur slíkt og hefnd álfanna,
er hafa þeir til mannskepnanna,
kalla eg djöfuls kontrafei,
á þeim sem ei áfram gana,
í ást og trú við ljúflingana,
og sið uppteknum segja vei.
52. Hann lætur sig og ljúfling nefna,
so langt skuli ekki nafnið stefna,
frá því sem vorn köllum krist,
ljúfan guð: með lofi hvellu;
að laumi inn sinni skarnkapellu,
þar sem kirkja Guðs fær gist.
53. Lærða jóns það ljúflings kvæði,
læt eg við sín blífa gæði,
og andsvars meir ei virða vil,
því ein þar lygin aðra rekur,
eins og þegar í strokki skekur,
það hefur eingin skilning skil.
54. utan hvað það af sér gefur,
að sá kvæðið baglað hefur,
hafi ljúfling haft á dyn,
og ærður verið af þeim fjanda,
en ekki stjórnast Guðs af anda,
sem honum væri skroppið skyn.
55. Hermdu mér nú: hvað til kemur,
hinum sem ei við þá semur,
vill þó ekkert verra til,
og tráss þeim: niður traðka að botni,
en treysta sínum himna drottni,
gjörðu hér á grein og skil?
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 210 12/13/15 8:24:54 PM