Gripla - 20.12.2015, Page 213
213
II
grEIn gÍSLA SIgurÐSSonAr
„KöTLUDRAUMUR
fLÖKKuMInnI EÐA ÞJÓÐfÉLAgSuMrÆÐA?“
Hér í upphafi var nefnd grein eftir gísla Sigurðsson í 9. bindi Griplu frá
1995, þar sem fjallað er um Kötludraum. meginkenning hans þar er að
kvæðið hafi orðið mjög vinsælt vegna strangleika Stóradóms frá 1564 og
vinsældir kvæðisins sýni að hugarheimur margra landsmanna hafi ekki
verið rígbundinn við lög og ríkjandi trúarbrögð. stóridómur var eins og
kunnugt er „um frændsemi- og sifjapell, hórdóm og frillulífi.“57 Hér verður
grein Gísla tekin til nokkurrar athugunar, en einkenni hennar er, eins og
nokkuð algengt hjá mörgum öðrum fræðimönnum, að leggja mikla áherslu
á djarfar kenningar en sinna lítt rannsóknum á frumheimildum. vitaskuld
er gott og blessað að vera með kenningasmíð, en þá verður að reyna að
sannreyna þær eftir því sem hægt er og vita hversu vel þær standast skoðun
og gagnrýni.
Jón prófessor Helgason hugsaði sér að gefa Kötludraum út í Íslenzkum
miðaldakvæðum, en annað hefti fyrra bindis kom árið 1936 og var útgáfan
framhald af Den norsk-islandske skjaldedigtning (1908–15). Um síðari
tímamörkin fórust honum svo orð á kápu fyrra bindis:
den anden grænse sættes ved reformationens sejr, idet udgiveren
dog af flere grunde ikke har kunnet holde sig strengt til tiden før
1550, men har optaget nogle digte, som vistnok først er skrevet i den
følgende overgangstid (indtil ca. 1580).58
tvÖ skRIF Um KöTLUDRAUM
57 Íslenzkt fornbréfasafn, sem hefir inni að halda bréf og gjörnínga, dóma og máldaga, og aðrar
skrár, er snerta Ísland eða íslenzka menn, 14. b. (reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag,
1944–1949), 271–276. Þar er texti stóradóms prentaður og vísað í mörg handrit og prent-
anir.
58 jón Helgason, Íslenzk miðaldakvæði, 2 b. (Kaupmannahöfn: Gyldendal og ejnar munks-
gaard, 1936–38).
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 213 12/13/15 8:24:54 PM