Gripla - 20.12.2015, Side 214
GRIPLA214
varðveisla og heimildir um íslenskan skáldskap frá þessum tímum eru
með þeim hætti að aldur margra kvæða verður alltaf óviss því að þau eru
varðveitt í mjög misgömlum uppskriftum og þess vegna var tímaafmörk-
unin mjög eðlileg. Því miður kölluðu aðrar annir að og jóni auðnaðist
aldrei að gefa út meira til viðbótar en annað bindi Íslenzkra miðaldakvæða
1938. í þriðja bindi átti að koma veraldlegur kveðskapur frá þessum öldum,
en hann er enn að verulegu leyti óprentaður og er það eitt versta gatið í
útgáfum íslenskra texta frá miðöldum. í því bindi átti Kötludraumur að
koma, en hann heyrir til þeim flokki kvæða, sem oft hafa verið kölluð
sagnakvæði, því að efni þeirra var sótt í sagnir eða ævintýr. ólafur
davíðsson gaf út átta sagnakvæði og Kötludraum þar fremstan, enda var
hann vinsælastur þeirra allra.59
varðveisla Kötludraums
í upphafi greinar er þess getið, að jón Helgason hafi þekkt „um 80 handrit
kötludraums frá síðari hluta 17. aldar og fram á 19. öld, eða fleiri handrit
en af öðrum sambærilegum kvæðum.“60 Rannsókn Gísla sigurðssonar
grundvallast eingöngu á stafréttum uppskriftum Jóns Helgasonar á 12
handritum kvæðisins í mismunandi gerðum, en ekki er reynt að meta
hvort þau séu gott sýnishorn af handritum þess. Sett er upp skýr tafla yfir
handritin, þar sem fram kemur safnmark, aldur og gerð kvæðisins. Þegar
litið er á safnmörk handritanna, sést að þrjú eru í Landsbóksafni, en það
elsta er frá því um 1800. Hin níu eru í Árnasafni eða Konunglega bókasafn-
inu í kaupmannahöfn og eru þau öll eldri en handritin í Landsbókasafni.
Af þessu sést að Jón hefur skrifað upp þá texta Kötludraums sem hann
hafði í kaupmannahöfn, þegar hann var að fást við Íslenzk miðaldakvæði.
jón virðist því hafa gert þetta áður en ljósmyndun handrita varð almenn
og lítið sinnt Kötludraumi eftir það. Þess vegna hefði getað verið ástæða
til að geta um fleiri handrit en þessi 12, en í Landsbókasafni er meiri hluti
handrita Kötludraums. má þar á meðal nefna títtnefnt handrit Lystiháf, Lbs
2676 4to, sem er frá því um 1700. ekki hefði verið slæmt að hafa skrá um
öll handrit kvæðisins, sem jón Helgason þekkti.
sem dæmi um handrit, sem jón Helgason notaði ekki, má nefna að
59 Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur, 4:4–95.
60 Gísli sigurðsson, „kötludraumur,“ 189.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 214 12/13/15 8:24:54 PM