Gripla - 20.12.2015, Side 215
215
í stokkhólmi eru samkvæmt handritaskrá Gödels fjórar uppskriftir af
Kötludraumi, en þær eru: Papp. fol. nr 35 skrifað af Helga Ólafssyni
1686–87; Papp. fol. nr 60 skrifað af jóni eggertssyni 1683–88; Papp.
4to nr 2, sem sagt er hafa borist þangað með jóni eggertssyni; loks er að
nefna Papp. 8vo nr 9, en þar eru aðeins tvö fyrstu erindin.61 í brunanum
í kaupmannahöfn 1728 fór kveðskapur seinustu alda illa og þess vegna er
alltaf mjög mikilvægt að skoða kvæðahandrit í stokkhólmi, því að þar eru
oft merkilegir textar, sem ekki finnast betri annars staðar. einnig er eins
víst, að víða geti fundist handrit með góðan texta af Kötludraumi, sem jón
Helgason var ekki búinn að athuga.
gísli Sigurðsson segir:
jón Helgason hefur skráð allmikinn orðamun úr öðrum handritum
en ekki verður ráðið af blöðum hans hvort hann hafi þegar komist
að þeirri niðurstöðu að þetta væru einu uppskriftirnar sem voru
skráðar beint úr munnlegri geymd.62
Ekki er víst að allar þessar uppskriftir séu úr munnlegri geymd, því að
einhver handrit hafa hlotið að vera skrifuð eftir öðrum handritum. ekki er
heldur getið úr hvaða handritum orðamunur var tekinn eða hversu víðtæk
rannsókn jóns var á handritum kvæðisins.
Kötludraumur er annars meðal þeirra texta sem varðveittur er í einna
flestum handritum og þess vegna yrði sérlega erfitt að gefa hann út með
hefðbundnum aðferðum eftir samanburð allra kunnra handrita og reyna
eftir því að finna þann texta, sem næstur gæti verið frumtexta höfundar.
vegna varðveislunnar hlýtur að þurfa að gefa út fleiri en einn texta, en ekki
verður hægt að segja hversu marga fyrr en að lokinni rannsókn handrita.
Þar sem margir textar kvæðisins eru skrifaðir upp eftir munnlegri geymd,
er óvíst um árangur í hlutfalli við erfiði. Gísli leggur eðlilega ekki í þetta,
en vart hefði verið illa til fundið að fara fram á að einhverju hefði verið
aukið við handritarannsókn jóns Helgasonar. í rannsókn jóns kom fram,
að Kötludraumur er til í tveimur gerðum, A (styttri gerð) og B (lengri gerð),
eins og glögglega er tekið fram, en einnig skipti Gísli handritum A-gerðar
tvÖ skRIF Um KöTLUDRAUM
61 vilhelm Gödel, Katalog öfver Kongl. bibliotekets fornisländska och fornnorska hand skrifter,
1. b. (Stokkhólmi: nærstedt, 1897), 145–148; 172–175; 259–261; 368–370.
62 Gísli sigurðsson, „kötludraumur,“ 193.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 215 12/13/15 8:24:54 PM