Gripla - 20.12.2015, Síða 217
217
ins Kárs hét Ari, en ekki Kári eins og í B-gerðinni. Ari var hann einnig
nefndur í riti einars Guðmundssonar,65 ef marka má endursögn Þormóðs
torfasonar. Loks er að geta, eins og segir hér í niðurlagi greinar, er í ætt-
artölubókunum frá því um miðja 17. öld vitnað til A-gerðar Kötludraums.
með öðrum orðum vitna allar elstu heimildir um kvæðið til A-gerðar þess,
sem bendir til að hún sé eldri en B-gerðin.
eins og Gísli rekur er ein uppskrift Kötludraums með hendi Árna
magnússonar í Am 154 vI 8vo, en þar vantar niðurlag textans.66 Handritið
er uppskrift á blöðum, sem Árni fargaði síðan, en voru með handritinu
AM 622 4to, sem skrifað var um 1549. um aldur blaðanna sagði Árni: „...
en bokin ſialf nockru elldre, þo ecki mycklu, ſem af ſkriftenne er ad ſia.“67
samkvæmt þessum orðum er ekki gott að tímasetja hin glötuðu blöð úr
622 af nákvæmni, en sennilega hefðu þau getað verið frá seinni hluta 16.
aldar. Aldur handrits þarf ekki að segja annað um aldur textans en að hann
er ekki yngri, heldur eitthvað eldri, en hversu mikið?
texti Kötludraums í Am 154 vI 8vo verður með vissu rakinn lengra
aftur en nokkur annar texti kvæðisins og því er rétt að athuga málfar. Þess
vegna fékk ég fyrir löngu Kristjáni Árnasyni prófessor í málfræði uppskrift
kvæðisins eftir því handriti til athugunar. Niðurstaða hans var sú, að í texta
kvæðisins er fylgt reglum um gamla hljóðdvöl, ungleg máleinkenni væru
þar ekki, þ.e. orð með stuttum áhersluatkvæðum báru ekki fullt ris eins
og oft kemur fyrir í ungum kvæðum, sem ort eru undir fornum háttum.68
Þetta bendir með öðru sterklega til þess að kvæðið sé eldra en siðaskipti.
Hér vaknar einnig spurningin hvernig er reglum um forna hljóðdvöl fylgt
í elstu handritum B-texta kötludraums?
Gísli sigurðsson vitnar til orða jóns Helgasonar í bókmenntasögunni í
Nordisk kultur um aldur sagnakvæða.69 Þar segir um þau og Kötludraum:
„genren er uden tvivl ældre end reformationen. ... stemningen er tung-
sindig: håbløs kærlighed, som ikke biver gengældt.“70 vart er að vænta í
slíku yfirlitsriti, að tilgreind séu einhver sérstök rök fyrir tímasetningu,
tvÖ skRIF Um KöTLUDRAUM
65 Gísli sigurðsson, „kötludraumur,“ 207–208.
66 Gísli sigurðsson, „kötludraumur,“ 191–192.
67 kålund, Katalog, 2:36.
68 Kristján Árnason, munnleg heimild.
69 Gísli sigurðsson, „kötludraumur,“ 208.
70 jón Helgason, „Norges og Islands digtning,“ í Litteraturhistoria, B, Norge og Island, Nordisk
kultur, 8. b. (Stokkhólmi: Bonnier, 1953), 167–168.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 217 12/13/15 8:24:54 PM