Gripla - 20.12.2015, Side 218
GRIPLA218
enda fór höfundurinn hér langt fram yfir sett lengdarmörk ritgerðarinnar.71
rétt er að líta á hvaða forsendur Jón Helgason hafði til að fullyrða afdrátt-
arlaust um aldur sagnakvæðanna og reyndar annars kveðskapar frá svip-
uðum tíma. eins og fyrr sagði gaf jón út kveðskap frá öldunum fyrir
og um siðaskipti í Íslenzkum miðaldakvæðum. Þar athugaði hann í inn-
gangi fyrir hverju einstöku kvæði málstig þess og leiddi rök að því með
dæmum úr málfari, hvort kvæðið væri gamalt eða ungt. má sem dæmi
nefna athugasemdir hans við kvæðin „jöfur gefi upphaf“ og „eg vil lofa
eina þá“, en auðvelt væri að nefna miklu fleiri.72 Af þessu er ljóst, að jón
Helgason hafði betri forsendur en flestir aðrir til að meta aldur sagnakvæð-
anna eftir málfari og að auki hafði hann yfirgripsmikla þekkingu á bók-
menntum þessa tíma. Þess vegna er ekki hægt að draga í efa tímasetningu
hans án þess að færa gild rök fyrir því. Um fyrrnefnda tímasetningu jóns
Helgasonar segir gísli aftur á móti: „Hann færir þó engin sérstök rök fyrir
þeirri aldursákvörðun en hefur líklega í huga orð jóns lærða um að kvæðið
sé gamalt og alkunnugt á hans dögum.“73
ekki nefndi jón Helgason nafna sinn lærða sem heimild um aldur
sagnakvæðanna og þetta eru ekki sterk rök ein og sér, eins og sést af orðum
hans í álíka tilviki um aldur Móðars rímna. jón lærði nefndi í Tíðfordrífi
ævintýri af Móðari og taldi hann álfakyns og sagði: „forgamlar rymur eru
þar af kuednar. þær eru heirdar vyda“.74 Hér kemur fram, að Jón lærði taldi
rímurnar mjög gamlar, en þegar jón Helgason bjó Móðars rímur til útgáfu,
athugaði hann málstig þeirra og sagði: „Aldur ... verður ekki ákveðinn með
öruggri vissu, en málstig þeirra bendir eindregið til nýrra tíma.“75 eftir að
hafa rakið nokkur ungleg einkenni í málfari rímnanna sagði hann:
Það kemur ekki til nokkurra mála að rímur með þessum auðkennum
séu frá 15. öld eins og Jón Þorkelsson hefur látið sér koma til hugar.
ef ekki væru ummæli jóns lærða (sem að vísu er ekki handvíst
að eigi við þessar rímur, en hlýtur þó nálega að vera, því að engar
71 sigurður Nordal, Um íslenzkar fornsögur, þýð. Árni Björnsson (reykjavík: Mál og menning,
1968), 10.
72 jón Helgason, Íslenzk miðaldakvæði, 2:128 og 271.
73 Gísli sigurðsson, „kötludraumur,“ 208.
74 Móðars rímur og Móðars þáttur, útg. jón Helgason, íslenzk rit síðari alda, 5. b. (kaup-
mannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1950), v.
75 sama rit, viii.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 218 12/13/15 8:24:54 PM