Gripla - 20.12.2015, Page 219
219
aðrar eru til), mundu móðars rímur sennilega hiklaust taldar frá 17.
öld, og með engu móti geta þær verið eldri en frá síðara eða síðasta
hluta hinnar 16. (sbr. Björn Þórólfsson: rímur fyrir 1600, bls.
510). Þess má geta, þótt naumast vegi þungt um aldur, að skáldinu
liggja heldur vel orð til klausturlifnaðar (II 58–60). Hvernig sem
að er farið, hlýtur Jón lærði að hafa rangt fyrir sér að kalla rímurnar
»forgamlar«, en af því orði má ráða að hann hafi ekki vitað þær
eignaðar nafngreindum manni; það má þó mikið vera ef höfundur
þeirra hefur ekki lifað fram á daga jóns. en helzt er að sjá að
rímurnar hafi eingöngu geymzt í munnmælum (sbr. orðin: þær eru
heyrðar víða), og gat nafn skáldsins þá fljótlega gleymzt.76
Af þessum orðum sést glögglega, að Jón Helgason lagði lítið upp úr orðum
nafna síns um aldur Móðars rímna, þar sem þau voru ekki í samræmi ald-
urseinkenni í málfari rímnanna sjálfra. Annars höfðu menn á fyrri tímum
ekki sömu forsendur til að meta aldur rita og fræðimenn hafa nú á dögum,
og því er lítið mark hægt að taka á fullyrðingum eins og þessum hjá jóni
lærða um aldur Kötludraums, nema aðrar traustar heimildir komi til. Af
þessu er ljóst að jón Helgason hefur alls ekki getað stuðst eingöngu við
óljós orð jóns lærða um aldur kvæðisins.
einar ól. sveinsson taldi Kötludraum elstan sagnakvæðanna og hin
sagnakvæðin vera ort að fyrirmynd hans. Liggur beinast við að álykta að
þannig hafi hann skýrt vinsældir kvæðisins, en aftur á móti er helst að sjá
að einar ólafur hafi talið sagnakvæðin frá því um siðaskipti, en annars
tímasetti hann þau ekki af nákvæmni og kvæðin eru samkvæmt skoðun
hans misgömul.77 Ekki er hér talin ástæða til að rekja skoðanir fleiri fræði-
manna á aldri Kötludraums fram yfir það, sem gert er, enda talið víst að þar
sé ekki byggt á neinum sjálfstæðum rannsóknum.78 Hér verður að geta um
nýlega athugun Hauks Þorgeirssonar á sögu fornyrðislags, en þar rann-
sakaði hann aldur eins sagnakvæðis, Gullkársljóða, og var niðurstaða hans
tvÖ skRIF Um KöTLUDRAUM
76 sama rit, viii–ix.
77 einar ól. sveinsson. Verzeichnis isländischer Märchenvarianten, folklore fellows’ Commu-
nications, 83. b. (Helsinki: Academia scientiarum Fennica, 1929), lxv–lxvi; einar ól.
sveins son, Um íslenzkar þjóðsögur (reykjavík: Sjóður Margrétar Lehmann-filhés, 1940),
81.
78 Gísli sigurðsson, „kötludraumur,“ 208–209.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 219 12/13/15 8:24:54 PM