Gripla - 20.12.2015, Page 220
GRIPLA220
að það kvæði væri frá því um 1350.79 ef sagnakvæðin eru frá svipuðum
tímum, bendir þetta sterklega til að Kötludraumur sé frá því fyrir siðaskipti.
í framhaldi af umræðu um aldur Kötludraums segir gísli:
Hægt er að efast um hvort það er raunhæf spurning að spyrja
um aldur kvæðis á borð við kötludraum. texti kvæðisins í elstu
handritum er svo breytilegur að engar ályktanir er hægt að draga af
þeim um aldur eða orðalag hinnar *upphaflegu gerðar. … í stað þess
að huga að aldri getum við reynt að halda okkur við hinar varðveittu
uppskriftir.80
síðan er farið að reyna að tengja vinsældir Kötludraums á 17. öld við
Stóradóm, sem settur var á Alþingi árið 1564 eins og áður sagði.
Hér var mikið gert úr því að ekki sé hægt að fullyrða neitt um upp-
haflega gerð Kötludraums og texti kvæðisins sé breytilegur, sem er vissulega
rétt, þótt það þyrfti að rannsaka betur en gert hefur verið til þessa. Þessu
mælir þó í gegn, að elsta varðveitta gerð Kötludraums hefur fornleg mál-
einkenni, sem benda fremur til hás aldurs, og í elstu heimildum um kvæðið
er vitnað til sömu gerðar þess.
Hjúskaparbrot giftra kvenna og Stóridómur
Að gömlum og góðum íslenskum sið verður byrjað á að athuga viðhorf
fornmanna. Lúðvík Ingvarsson hefur rannsakað rækilega hjúskaparbrot
kvenna, og hann sagði að af íslendinga sögum verði ráðið, „að almennt hafi
ekki verið tekið hart á hjúskaparbrotum kvenna.“ Hann rakti síðan nokkur
dæmi úr Íslendinga sögum og segir þar m.a.:
Þuríður kona Þórodds skattkaupanda hélt við Björn Breiðvíkinga-
kappa og átti barn með honum, þó að leynt færi, og Oddný kona
Þórðar kolbeinssonar átti vingott við Björn Hítdælakappa. Báðar
þessar konur bjuggu áfram með eiginmönnum sínum og er ekki
getið neinna refsinga við þær.
79 Haukur Þorgeirsson, „Gullkársljóð og Hrafnagaldur. Framlag til sögu fornyrðislags,“ Gripla
21 (2010): 315.
80 Gísli sigurðsson, „kötludraumur,“ 209.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 220 12/13/15 8:24:55 PM