Gripla - 20.12.2015, Síða 222
GRIPLA222
einkum vinnukonum. eins og fram er komið voru frillulífisbrot algengustu
brotin, svo að langtum líklegra er, að slík brot úr samtímanum hefðu kom-
ist inn í bókmenntirnar, en það verður öðrum látið eftir að finna.
Gísli sigurðsson vildi telja vinsældir Kötludraums „sýna að hugarheimur
fjölmargra landsmanna hefur ekki verið í samræmi við lögin eða ríkjandi
trúarbrögð.“83 Hér má nefna, að álfatrú er ekki opinber trú og alltaf full
af mótsögnum, en þróunin hérlendis var sú, að álfarnir urðu vinsamlegri
eftir því sem tímar liðu og urðu kristnir. Þótt sumir prestar predikuðu
um að álfar væru djöflar, voru þeir ekki allir sömu skoðunar.84 „Ríkjandi
trúarbrögð“ studdust við kirkjunnar valdboð, en engin slík stjórn var yfir
álfatrúnni og því var hún misjöfn og þróaðist með sínum hætti. í Tíðfordrífi
Jóns lærða stendur, að sumir vilji álíta, að huldufólk sé alls ekki til.85 Þess
vegna þurfa vinsældir Kötludraums ekki að segja neitt um andstöðu við
ríkjandi trúarbrögð. Ef sú skoðun gísla á við rök að styðjast, að tengsl séu
milli Stóradóms og vinsælda Kötludraums, þá er sérkennilegt að gömul saga
af sjaldgæfu broti skyldi af þeim sökum verða til að auka mjög vinsældir
kvæðisins.
Hjúskaparbrot giftra kvenna eru þess eðlis, að þeim er best að leyna
af þeim brotum, sem Stóridómur tilgreindi. Allir þekkja sögur af því, að
einhvert barn einhvers staðar eigi ekki að vera barn eiginmanns móður
hans eða hennar. sögurnar eru misjafnlega áreiðanlegar eins og gengur, en
oft eru allir vissir um rétt faðerni, og þá annað en hjónabandið segir til um,
nema kirkjubókin. Alkunnust er þó vitneskjan um rétt faðerni, þótt hún
sé ekki í kirkjubókinni, þegar einhver er fenginn til að segjast vera faðir að
barni, sem allir vissu að einhver annar átti í raun.86
83 Gísli sigurðsson, „kötludraumur,“ 214.
84 Einar g. Pétursson, Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða, 1:335–336.
85 jón Guðmundsson lærði, Tíðfordríf, útg. Einar g. Pétursson (væntanleg), 40.
86 Hér má sem dæmi benda á: gunnlaugur Haraldsson, Guðfræðingatal 1847–2002, 2. b.
([reykjavík]: Prestafélag Íslands, 2002), 528. Þar er getið þriggja barna, sem séra Jón
Bjarnason átti utan hjónabands og þess getið að tvö þeirra hafi verið kennd öðrum. sonur
Jóns Bjarnasonar, Magnús Blöndal Jónsson, segir: „Ekki gerði móðir mín neina tilraun til
að útvega föður að barni þeirra Þuríðar og föður míns“, Endurminningar, 1. b. (reykjavík:
Ljóðhús, 1980), 47. Álíka dæmi hafa alltaf verið mýmörg.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 222 12/13/15 8:24:55 PM