Gripla - 20.12.2015, Page 223
223
Hvenær átti Kötludraumur að gerast?
Nú eru aðalpersónur Kötludraums nefndar í Landnámu,87 en frásögnin er
annars óþekkt úr fornum heimildum. víst er að áheyrendur og lesendur
kvæðisins hafa ekki alltaf gert sér nákvæmar hugmyndir hvenær þau voru
uppi er við sögu koma. Þegar jón lærði nefndi Kötludraum í Grænlands
annálum hafði hann einnig útdrætti úr Landnámu í Hauksbók og tengdi
persónur Kötludraums við Landnámu, og sama gerði hann í Samantektum
um skilning á Eddu.88
Nokkurt annað tímaskyn er í ættartölubókum frá 17. öld, sem eru
varðveittar í mörgum handritum, en stofn þeirra skrifaði Þórður jónsson
í Hítardal um 1640 til 1656. jón erlendsson í villingaholti skrifaði eftir
hreinriti Þórðar handritið Lbs 42 fol. fyrir Brynjólf biskup sveinsson, en
þar stendur: „Jarðþrúður Þorleifsdóttir systir Björns á reykhólum, hún
giftist guðmundi Andréssyni og bjuggu undir felli í Kollafirði, en Andrés
var Arason kárssonar frá Reykhólum.“89 í handritinu Am 257–258 fol.,
sem er komið af eldri gerð ættartölubóka Þórðar í Hítardal stendur ofan
við nafn Jarðþrúðar: „guðmundar ríka Arasonar á reykhólum, Márssonar
eða Kár: álfs og Kötlu.“ Svipuð klausa er í handritinu AM 255 fol., sem eins
og Lbs 42 fol. er komið er af hreinriti Þórðar á ættartölubókinni, en þar
stendur innan sviga utanmáls við þessa ættfærslu: „nB. skal þessi Ari ekki
hafa verið sonur Guðmundar Arasonar ríka en sá Ari kársson vel mársson
sem Kötludraumur um hljóðar itq(uem) vero arbitror.“90 Guðmundur
Arason ríki var uppi á fyrri hluta 15. aldar og Ari hefur samkvæmt þessu
verið sonur kárs eða márs, sem nefndir eru í Landnámu, en þá er lengra
milli ættliða en eðlilegt er. Þetta sýnir að uppskrifurum ættartölubóka
hefur Kötludraumur verið hugstæður og þá samkvæmt A-gerð. Þótt í
ættartölubókunum og ritum jóns lærða skeiki nokkrum öldum um aldur
þeirra persóna, sem við sögu koma í Kötludraumi, er samt ljóst að frásögnin
á að hafa gerst fyrir langa löngu; atburðirnir áttu að gerast mörgum öldum
tvÖ skRIF Um KöTLUDRAUM
87 Íslendingabók. Landnámabók, útg. Jakob Benediktsson, Íslenzk fornrit, 1. b. (reykjavík: Hið
íslenzka fornritafélag, 1968), 153, 162.
88 Sjá 64. neðanmálsgrein hér að framan.
89 Þórður jónsson, Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal, 1. b., Texti, útg. Guðrún
Ása grímsdóttir, rit, 70. b. (reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum,
2008), 283–284.
90 Þórður jónsson, Ættartölusafnrit, 283–284.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 223 12/13/15 8:24:55 PM