Gripla - 20.12.2015, Side 275
275
HELgI SKú LI KJArtAnSSon
vísAN Um FÖNIX
örlítil viðbót við forníslenskan kveðskap
Kom heill, fénix,
hingat til lands!
Þú glóar allr
sem gull rautt.
Allra fugla
ertu konungr.
Þessi vÍsa finnst í alfræðihandritinu Am 194 8vo (ritað 1387), því sem
kristian kålund gaf út megnið af 1908 og gaf heitið Alfræði íslensk.1 Áður
hafði konráð Gíslason birt hana2 og síðan aðrir eftir útgáfu kålunds.3
textinn er sem sagt vel þekktur og margútgefinn, en án þess að setja vísuna
upp í ljóðlínum eða vekja athygli á að hún sé í bundnu máli. Að gera það er
erindi þessa greinarkorns.
Framarlega í handritinu er Leiðarvísir Nikulásar ábóta, framan við hann
stutt heims lýsing eða landafræðiágrip, en á undan því þrír smákaflar, sá fyrsti
1 Alfræði íslenzk/Islandsk encyklopædisk litteratur, 1. b., Cod. mbr. AM. 194, 8vo, útg. kristian
Kålund, StuAgnL, 37. b. (Kaupmannahöfn: S. L. Møller, 1908), 5 (í kaflanum „Hoc dicit
Moyses de Paradiso“, 3–5). útgáfa Kålunds er vægilega stafrétt (upphafsstafir og grein-
armerki samræmd) en stafsetning samræmd hér.
Hér reynir ekki á rithátt æ eða ö, en öðrum fornmálstilvitnunum er valin stafsetning með
œ og ǫ (og ø ef það kæmi fyrir).
Valið að rita ,fénix‘ frekar en ,fenix‘ til samræmis við latínuna (Phēnix < Phoenix) þar
sem skrifarar hafa væntanlega litið á nafnið sem latneskt og sérhljóðið því langt. Í hljóðdval-
arbreytingunni hefur sérhljóðið þá haldist langt en fyrirmynd latínunnar ráðið því að úr
því varð langt e frekar en é, rétt eins og nafnið ,Máría‘ fékk langt a ― ,María‘ ― en ekki
tvíhljóðið á.
Hauki Þorgeirssyni þakka ég þarfar athugasemdir, m.a. um ritháttinn ,fénix‘.
2 Fire og fyrretyve … prøver af oldnordisk sprog og literatur, útg. konráð Gíslason (kaup-
mannahöfn: gyldendal, 1860), 408.
3 The Phoenix, útg. n. f. Blake, old and Middle English texts, 4. b. (Manchester: Man-
chester University Press, 1964), 98; Sturlunga saga, 3. b., Skýringar og fræði, útg. Örnólfur
thorsson et al., 2. útg. (reykjavík: Mál og menning, 2010), 50.
Gripla XXVI (2015): 275–285
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 275 12/13/15 8:25:02 PM