Gripla - 20.12.2015, Page 276
GRIPLA276
örstuttur um Móse bækurnar, hinir um Paradís, hvor með sinni latnesku
fyrirsögn. Fuglinn Fönix kemur við sögu í báðum Paradísarköflunum
og er vísan í þeim fremri. Önnur heimslýsing er í handritinu Am 764
4to4 (ritað um 1375) og þar skotið inn í Asíulýsinguna hluta af fyrri Para-
dísarkaflanum,5 einmitt með vísunni. texti innskotskaflans er náskyldur
hinu handritinu, með nokkrum orðamun þó, m.a. í vísunni sem hér hljóðar
svo:
Kom heill, fénix,
hingat til lands!
Þú glóar
sem gull rautt.
Allra fugla
konungr ertu.
Hér eru tvö frávik í orðalagi: „glóar“ í stað glóar allr og „konungr ertu“ í stað
ertu kon ungr. Báðar virðast þær, fljótt á litið, gera bragformið óreglulegra.
Það er þó ekki ein sýnt, eins og rætt verður síðar. Á hvorugum staðnum er
hægt að fullyrða hvort lesbrigðið er upprunalegra, né heldur hvort breyt-
ingin hefur orðið hjá skrifara sem hirti ekki um bragformið, eða þvert á
móti hjá skrifara sem vildi laga braginn.
Paradísarkaflarnir tveir eiga sér mjög nána hliðstæðu í fornenskri hóm-
ilíu sem varð veitt er í tveimur handritum frá 11. og 12. öld.6 efnið er
4 gefin út (stranglega stafrétt) hjá rudolf Simek, Altnordische Kosmographie: Studien und
Quellen zu Weltbild und Weltbeschreibung in Norwegen und Island vom 12. bis zum 14.
Jahrhundert, Ergänzungsbände zum reallexikon der germanischen Altertumskunde, 4. b.
(Berlín/new York: de gruyter, 1990), 436–42 (eftir aðalhandriti og tveimur afskriftum).
um handritið og efni þess sjá Svanhildur Óskarsdóttir, „the World and its Ages: the
organisation of an ‘Encyclopaedic’ narrative in MS AM 764 4to,“ í gareth Williams og
Paul Bibire, ritstj., Sagas, Saints and Settlements, the Northern World, 11. b. (Leiden: Brill,
2004), 1–11.
5 Birtur hjá simek, Altnordische Kosmographie, 166, vægilega stafréttur, eyður aðalhandrits
fylltar eftir afskriftum.
6 Birt (sem „the Phoenix Homily“) í Early English Homilies: From the Twelfth Century MS.
Vesp. D. XIV, útg. Rubie d.-N. Warner, early english text society, Original series, 152.
b. (London: Early English text Society, 1917) 146–48; einnig (sem „the Prose Phoenix“) í
The Phoenix, 94–96.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 276 12/13/15 8:25:02 PM