Gripla - 20.12.2015, Side 277
277
að langmestu leyti það sama á báðum málunum,7 í sömu röð og víða orð-
réttar samsvaranir. fræðimenn hafa rýnt í tengsl textanna en ekki fundið
einhlítar skýringar.8 Að baki sameiginlegum frumtexta hljóta að vera heim-
ildir á latínu, þó að meginfrásögn fyrri kaflans, sú sem vísan er hluti af,
sé ekki þekkt úr helstu fönix-sögnum miðalda.9 Þar með er ekki sagt að
frumtextinn sjálfur sé saminn á latínu.10 Orðalagslíkindi með ensku og
íslensku gerðunum eru sums staðar of náin til að auðvelt sé að skýra þau
með tveimur óháðum þýðingum. ef textinn er þýddur úr annarri þjóðtung-
unni á hina, þá myndi bæði aldur handritanna og allar aðstæður benda til
að frumtextinn sé fremur enskur.11 viss atriði mæla þó líka gegn þeirri
skýringu.12
7 sá enski er heldur orðfleiri og hefur ýmis smáatriði fram yfir. Þó hefur knappari texti
íslensku gerðarinnar líka sín atriði umfram, t.d. Adam og hinn forboðna ávöxt og ræningj-
ann sem Jesús hét vist í Paradís. Þá ber það á milli að hómilían hefur alla lýsinguna eftir
jóhannesi postula, íslenska gerðin aðeins seinni kaflann en eignar móse þann fyrri. Þetta
er allt í 194 þar sem 764 er ekki til samanburðar. Hins vegar fylgir 764 ensku gerðinni
um það að Paradís sé „fjórum tigum faðma hærri en Nóaflóð gekk“ (simek, Altnordische
Kosmographie, 441) sem 194 breytir í fjóra tugi mílna og bætir við, því til samræmis, að hún
sé „jafnnær himni ok jǫrðu“. Þannig bendir ýmislegt til að textinn í 194 hafi ekki aðeins sætt
venjulegum breytingum í uppskriftum heldur meðvituðum efnisbreytingum.
8 Síðast og rækilegast Sara M. Pons-Sanz, „two Compounds in the old English and old
Norse versions of the Prose Phoenix,“ Arkiv för nordisk filologi 120 (2007). sbr. david
yerkes, „the Old Norse and Old english Prose Accounts of the Phoenix,“ Journal of English
Linguistics 17 (1984).
9 simek, Altnordische Kosmographie, 166–69.
10 Latínuglósur í varðveittu gerðunum sýna aðeins að frumtextinn var latínuskotinn, ekki
endilega allur á latínu. Þær eru sjaldnast þær sömu á báðum málum (á íslensku t.d. „hoc
dicit“ og „kristallus“ fyrir „nū sæiʒð hēr“ og „cristal“; á ensku „fons vite“ fyrir „brunnr
góðr“), trúlega allar upprunalegar en hefur fækkað í varðveislunni, eins og áþreifanlega má
sjá þar sem yngra enska handritið hefur þýtt „Paradisus“ (svo í hinum þremur) sem „neorx-
enewang“.
11 Þó að enskir klerkar hefðu þegar á 11. öld tengsl við bæði Noreg og ísland, þá er býsna
langsóttur möguleiki að þeir hafi kynnst þar norrænum textum um svo framandleg lær-
dómsefni. Fuglinn Fönix var hins vegar gamalt viðfangsefni enskra móðurmálsbókmennta.
Um það ber vitni gríðarlangt kvæði um hann undir ensku fornyrðislagi, talið frá 9. öld, sem
orðalag hómilíunnar sýnir viss áhrif frá (gefið út í The Phoenix og í „the Phœnix,“ útg.
james W. Bright, Wikisource: https://en.wikisource.org/wiki/ Bright’s_Anglo-Saxon_
reader/the_Phœnix.)
12 eins og yerkes heldur kröftuglega fram í ofannefndri grein. einkum eru það orðin
„karlfugel“ og „cwēnefugel“ sem eru óvæntar orðmyndir á ensku en gætu sem best verið
þýðing á „karlfugl“ og „kvenfugl“ íslenska textans.
ví sAN Um FÖ NIX
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 277 12/13/15 8:25:02 PM