Gripla - 20.12.2015, Side 278
GRIPLA278
enski textinn hljómar skáldlega, er nánast allur mjög stuðlaður, sums
staðar nokkuð háttbundinn en varla svo að auðvelt sé að sjá í honum
ljóðlínur. Sama stíl bregður fyrir á íslenskunni, t.d. um trén í Paradís: „þau
er með allri fegrð standa ok bera á sér alls kyns blóm ok birti epla ok aldina
með mǫrgu móti“ ― klausa sem ekki á sér orðrétta samsvörun á enskunni.
víðast er textinn þó með lausamálsblæ og vísan sker sig greinilega úr með
reglulegum ljóðlínum. samsvarandi enskur texti er áþekkur að orðalagi,
mjög stuðlaður en skipast ekki eins reglulega í braglínur:
Hāl bēo þū, fenix,13
fugele fæʒerest.
Feorren þū cōme.
Þū glitenest
swā rēad gold,
ealra fugela king,
fenix ʒehāten.
Hér eru ljóðstafir merktir með undirstrikun. Aðeins eitt af þremur línu-
pörum íslenskunnar notar sömu orð og enskan til að bera stuðla. Það er
því ekki eftirlíking enska textans sem gefur þessari klausu ljóðform heldur
hefur íslenskur þýðandi (eða hugsanlega afritari) ákveðið að láta ljóðformið
afmarka beina ræðu (þetta eru egyptar að fagna fuglinum Fönix) eins og
svo algengt er í margs konar fornritum.
Ljóðformið er hér nánast fornyrðislag, líkt og t.d. tíðkast í ýmsum
forn aldarsögum. Reyndar aðeins sex vísuorð í stað átta, en slík frávik eru
algeng.
Vísuorðið „sem gull rautt“ er nokkuð sérkennilegt. Sjaldgæft er að
13 Hér er ritað „fenix“, ekki „fēnix“, í samræmi við útgáfurnar (sjá nmgr. 6). Handbækur
virðast þó fremur gera ráð fyrir „fēnix“, a.m.k. í fornensku og jafnvel miðensku líka, enda
er það í samræmi við latínuna. í forn-enska ljóðinu um fuglinn Fönix er hann nefndur því
nafni sjö sinnum (hér miðað við útgáfu Brights af því hún er leitarhæf á netinu), ritað sex
sinnum „fēnix“ en með e í braglínunni „Fenix biþ on middum“, væntanlega bragarins vegna
svo að „Fenix“ með stuttu áhersluatkvæði geti jafngilt einu löngu atkvæði. Hin dæmin sex
eru líka öll í fimm og sex atkvæða ljóðlínum, aldrei í ferkvæðum vísuorðum sem þó eru ekki
sjaldgæf í kvæðinu, og ekkert dæmið þannig að stutt atkvæði þurfi að spilla brag. virðist því
ólíklegt að skáldið hafi haft langt sérhljóð í nafninu. Ef íslenski þýðandinn þekkti þennan
fugl aðallega af enskum heimildum er ekki heldur víst að hann hafi fylgt latínunni í lengd
sérhljóðsins, sbr. nmgr. 1.
kom heill, fénix,
hingat til lands!
Þú glóar allr / Þú glóar
sem gull rautt.
Allra fugla
ertu konungr / konungr ertu.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 278 12/13/15 8:25:02 PM