Gripla - 20.12.2015, Qupperneq 279
279
áhersluatkvæðin tvö standi saman í lok línu. Þó finnast þess dæmi á víð
og dreif, t.d. tvö vísuorð í Völundarkviðu sem bæði enda á orðunum „gull
rautt“ ― eins og það hafi verið einhvers konar hefð að leyfa einmitt þeim
að rjúfa hina venjulegu hrynjandi fornyrðislagsins. Þá er vísuorðið aðeins
þrjú atkvæði. svo stuttar línur eru sjaldgæfar (nema helst í ljóðahætti) en þó
ekkert einsdæmi, hvorki í fornlegum kveðskap14 né unglegum.15
Línan á undan, „Þú glóar allr,“ er í rauninni jafnstutt, þrjár „bragstöður“,
því að glóar með stuttu áhersluatkvæði jafngildir einu löngu atkvæði, a.m.k.
ef það stendur í fyrra risi ljóðlínunnar eins og það virðist gera hér. Í hinu
handritinu, 764, eru þessi lína enn styttri: „Þú glóar“. En með þeim leshætti
ber þú fyrra risið og getur þá glóar fyllt tvær bragstöður. (Frá bragfræðilegu
sjónarmiði er vísuorðið sem sagt jafnstutt hvort sem risatkvæðinu allr er
bætt við eða sleppt!) Á sama hátt má áhersluorðið konungr, með stutt stofn-
atkvæði, gilda sem tvíkvætt ef það ber síðara ris vísuorðsins.16
Á undan slíku síðara risi á, í reglulegum brag, að fara langt atkvæði (eða
þung brag staða),17 ekki stutt atkvæði og áherslulaust eins og u-endingin í
14 Kristján Árnason bendir á (Stíll og bragur: Um form og formgerðir íslenskra texta (reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag, 2013), 222–23) að í kveðskap undir fornyrðislagi eða mála-
hætti í Konungsbók Eddukvæða séu 142 ljóðlínur þríkvæðar eða styttri, þar af níu í hinni
fornlegu Atlakviðu ― þá að vísu meðtaldar línur sem misst hafa atkvæði við hljóðbreytingu:
„jó eyrskán“ < „-skáan“.
15 Vísa má í kveðskap sem eignaður er Örvar-oddi: „réð ek allr“, „falla lét“, „ítran son“ (Den
norsk-islandske skjaldedigtning, útg. finnur Jónsson, 4 bindi (Kaupmannahöfn: gyldendal,
1912−15), 2B:316–17). Eins má ætla að þegar lærdómsmaðurinn gunnlaugur Leifsson (um
1200) valdi fornyrðislag til að þýða Merlínusspá, hafi hann ekki með öllu neitað sér um línur
af þessari lengd þó að handritstextinn noti hundrað árum síðar annarlegu orðmyndirnar
„sagaðr“ og „sagat“ (af segja) til að teygja vísuorð upp í fjögur atkvæði (Den norsk-islandske
skjaldedigtning, 2B:22, 24).
16 Þessi munur á fyrra og síðara risi er skemmtilega dreginn fram í vísuhelmingi undir
kviðuhætti sem ólafur hvítaskáld tekur upp í Þriðju málfræðiritgerðinni (Den norsk-islandske
skjaldedigtning, 1B:597):
Konungr kappgjarn,
kostum betri
allri þjóð,
alframr konungr.
Hér á fyrsta vísuorðið aðeins að vera þrjár bragstöður, eins og það þriðja, og fyllir „kon-
ungr“ þá fyrstu, jafngildir þar einu löngu atkvæði. í síðasta vísuorði fyllir sama orð tvær
bragstöður af fjórum.
17 Vísuorðið „Kom heill, fénix“ væri rétt myndað þó lesið sé „Fenix“, með stuttu stofnatkvæði,
því að á undan því fer langa atkvæðið „heill“.
ví sAN Um FÖ NIX
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 279 12/13/15 8:25:03 PM