Gripla - 20.12.2015, Page 281
281
mǫgr móður kallar
ok móðir mǫg fœðir,
aldir elda kynda,
skip skríðr,
skildir blíkja,
sól skínn,
snæ leggr,
Fiðr skríðr,
fura vex,
valr flýgr
várlangan dag
stendr hánum byrr beinn
undir báða vængi.
Þetta er þuluform án erindaskila og minnir að því leyti á heitaþulur Snorra-
Eddu; braglín ur eru margvíslegar, nokkrar (hér auðkenndar með skáletrun)
sérstuðlaðar líkt og ,langlínur‘ ljóðaháttar, annars stuðlað eins og fornyrð-
islag en hrynjandi mjög sveigjanleg. Hér er mikið um stuttar braglínur,
jafnvel hver af annarri aðeins tvíkvæðar.22 og þótt línan sé lengri kemur
fyrir að áhersluatkvæðin standi saman í lok vísuorðs („byrr beinn“), einmitt
eins og í fönix-vísunni. Álitamál er hvort þetta má kallast óreglulegt forn-
yrðislag. Ef talað er um málahátt sem sérstakan bragarhátt, aðgreindan frá
fornyrðislagi af því sérkenni að mörg eða flest vísuorð séu í lengra lagi, þá
má eins skilgreina ,þuluhátt‘ sem greinist frá fornyrðislagi af óljósari vísna-
skilum, breytilegu stuðlamynstri og misjafnari lengd vísuorða sem oft eru
styttri frekar en lengri (minna þar á pöruðu vísuorðin í ljóðahætti). Á þann
mælikvarða er bragform Griðamála dæmigerður þuluháttur en Fönix-vísan
líkari fornyrðislagi þrátt fyrir sín sérkenni.
Hvernig vísukornið um Fönix nánast hverfur í lausamálstextann er
dæmigert fyrir varð veislu ýmiss konar kveðskapar og kvæðabrota í forn-
bókmenntum. í handritum er bundið mál sjaldan nákvæmlega afmarkað,
og textinn gerir ekki alltaf ljóst hvort tilsvör eiga að teljast í lausu máli
eða bundnu eða hvar mörkin liggja milli vísu og lausamáls. útgefend ur
þurfa að álykta af textanum sjálfum hvað sé laust mál og hvað bundið, en
22 eða sem því svarar; „fura vex“ er ígildi tveggja langra atkvæða.
ví sAN Um FÖ NIX
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 281 12/13/15 8:25:03 PM