Gripla - 20.12.2015, Page 282
GRIPLA282
það liggur ekki alltaf í augum uppi.23 í sögum, sem byggja á kveðskapar-
heimildum, vottar stundum fyrir ljóðlínum í textanum án þess að ætlunin
sé endilega að vitna í þær sem bundið mál. Hefur einkum verið vakin
athygli á slíku í fornaldarsögum sem að einhverju leyti munu samdar upp
úr ljóðum í ætt við eddukvæði.24 en svipað kemur fyrir í öðrum sögum,
t.d. íslendingasögum þar sem tilsvör eru iðulega stuðluð og hrynjandi
getur stundum minnt á bundið mál án þess það vísi endilega á kveðskapar-
heimildir. til dæmis mun varla gert ráð fyrir neinum kveðskap í samtali
þeirra snorra goða og Bjarnar Breiðvíkingakappa25 þó að Snorri segi:
Svá hefir þú fangsæll orðit / á fundi várum,
og Björn litlu síðar:
Satt er þat / er nú segir þú.
Hins vegar hefur Heather o‘Donoghue getið þess til að áþekkt tilsvar í
Kormáks sögu:
Svǫrt eru augun, systir, / ok samir þat eigi vel,
eigi rætur í ljóði, þá helst undir málahætti.26 Slíkt er þó vandséð vegna
23 taka má dæmi af gátum Gestumblinda í Heiðreks sögu, þar sem gáturnar sjálfar eru í ljóð-
formi, þó mjög óreglulegt sé, en svör Heiðreks birt sem lausamál í sumum útgáfum (t.d.
í Fornaldarsögur Norðurlanda, útg. guðni Jónsson (reykjavík: Íslendingasagnaútgáfan,
1950), 2:38ff en ljóðlínur í öðrum (svo í Eddica minora, 106 o.áfr.), ekki miklu óreglulegri
en í gátunum sjálfum:
Góð er gáta þín
Gestumblindi.
Getit er þeirar.
Líkt er um vísu völvu nokkurrar í Hrólfs sögu kraka sem í útgáfum (t.d. Fornaldarsögur
Norðurlanda, 1:9) er sex vísuorð, en ræða völvunnar heldur áfram og hægt að lesa í hana tvö
vísuorð í viðbót, reyndar nokkuð óregluleg:
nema þeim sé fljótt
fyrirfarit.
24 dæmi um slík vafamál rekja Heusler og Ranisch í inngangi að Eddica minora, sjá einkum
lvi–lix.
25 Eyrbyggja saga, útg. einar ól. sveinsson, íslenzk fornrit, 4. b. (reykjavík: Hið íslenzka
fornritafélag, 1935), 134–35.
26 Heather O’donoghue, The Genesis of a Saga Narrative: Verse and Prose in Kormaks saga,
Oxford english monographs (oxford: Clarendon Press, 1991), 28–29.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 282 12/13/15 8:25:03 PM