Gripla - 20.12.2015, Síða 288
GRIPLA288
Um Fóstbræðrasögu kom út árið 1972, gaf jónas út bæði íslendingasögur
og riddarasögur í textafræðilegum útgáfum og auk þess bindi með ey-
firðingasögum í ritröðinni Íslenzk fornrit. Á því skeiði sem Jónas var
forstöðumaður Árnastofnunar birtust frumrannsóknir og athuganir á
fornum handritum og bókum einkum í greinum, en auk þess vann hann
mikið starf við kynningu handrita og bókmennta, bæði með fyrirlestrum,
sem hann flutti víða erlendis, og meira eða minna alþýðlegum fræðiritum.
Ríkulega myndskreytt rit um handritamenningu þjóðarinnar birtust bæði
á íslensku og fjölda annarra tungna. saga íslenskra fornbókmennta, sem
jónas samdi upphaflega til birtingar í 2. og 3. bindi Sögu Íslands, birtist
síðan aukin og endurskoðuð á ensku og þýsku. starf þetta er fjölþættara en
svo að hægt sé að leggja á það nokkurt heildarmat í fáum orðum, en verkin
tala sínu máli. Auk vandaðra útgáfna má ætla að varanlegasta framlag
jónasar til íslenskra fræða verði rannsóknir hans og rökræða um tímatal
íslenskrar fornsagnaritunar, bæði í doktorsritgerðinni og annars staðar.
eins og ritaskrá jónasar sýnir fór því fjarri að hann legði niður stíl-
vopnin þegar hann komst á eftirlaunaaldur, en sérstök ástæða er til að geta
starfa hans við ritstjórn Íslenzkra fornrita. Hann sat í stjórn Hins íslenzka
fornritafélags frá árinu 1979, en varð síðar ritstjóri Íslenzkra fornrita, síðustu
árin með Þórði Inga guðjónssyni. Á þeim árum tók útgáfa félagsins nýjan
fjörkipp, og hafa á því skeiði komið út þrjú bindi biskupasagna, fjögur
bindi konungasagna og tvö bindi með eddukvæðum. jónas var vandvirkur
og athugull ritstjóri bæði um efni og frágang. útgáfu eddukvæða annaðist
jónas sjálfur ásamt þeim er þetta ritar. Hann hafði að mestu lokið sínum
hluta verksins, frágangi texta og skýringa, árið 2008, en var með í ráðum
um hvað eina allt fram á vorið 2014, þegar hann féll svo sviplega frá.
eins og áður var getið þýddi jónas og ritdæmdi samtímabókmenntir
á æskuárum sínum, en á efri árum fann áhugi hans á bókmenntum sér
nýjan farveg. Hann birti tvær skáldsögur um söguleg efni: Eldvígslan kom
út 1983 með efni tengt Ragnars sögu loðbrókar, en Veröld víð: Skáldsaga um
ævi og örlög Guðríðar Þorbjarnardóttur 1998. í kjölfar þeirrar sögu kviknaði
áhugi jónasar á staðfræði vínlandssagna, sem leiddi til nokkurra ferða til
Nýfundnalands og bæklings um þau efni. í ritinu Söguþjóðin, sem birtist
2012, kom fram áhugi jónasar á því að nota fornbókmenntirnar og efni
þeirra til að efla áhuga á sögu lands og þjóðar. Þar fetaði hann í fótspor
föðurbróður síns og nafna, jónasar jónssonar frá Hriflu, og hinnar frægu
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 288 12/13/15 8:25:05 PM