Gripla - 20.12.2015, Síða 289
289
og langlífu kennslubókar hans í íslandssögu. sjálfur lýsir hann ætlun sinni
þannig: „Þá kviknaði með mér sú hugmynd að gera nýtt verk um íslenska
fornöld, í sama stíl sem verk frænda míns, en hlutlausara og ætlað full-
orðnum ekki síður en börnum.“ Þetta rit fræðaöldungsins, samið þegar leið
á níunda tug æviára hans, ber stílsnilld hans og heillandi frásagnarlist fagurt
vitni, ekki síður en þekkingu og ást á fornum heimildum. Færi betur að
sú bók næði til sem flestra lesenda. Okkar tímar munu því þó heldur and-
snúnir að slíkt rit verði jafnvinsælt og langlíft og íslandssaga frænda hans.
Of langt yrði upp að telja hvers konar trúnaðarstörf sem jónas annaðist
fyrir opinbera aðila og áhugamannasamtök. Hann var lengi formaður sögu-
nefndar Þingeyinga, í stjórn Hins íslenska þjóðvinafélags, ritari og forseti
Vísindafélags Íslendinga, í Íslenskri málnefnd í tvo áratugi, formaður
orðunefndar í áratug og í fjölda stjórna um lengri eða skemmri tíma. jónas
sat í stjórnum snorrastofu og stofnunar sigurðar Nordals á fyrstu árum
þeirra og veitti þeim þann stuðning og uppörvun sem hann mátti. Þá var
hann félagi í ýmsum erlendum vísindaakademíum og hlaut margs konar
viðurkenningar erlendis, kjörinn heiðursdoktor við Uppsalaháskóla 1991.
Þulu þessa um verk jónasar og þátttöku í þjóðlífinu mætti enn auka
og fylla, en mál er nú til komið að víkja að starfi hans við stofnun
Árna Magnússonar á Íslandi. Það fór mjög saman að Jónas Kristjánsson
var skipaður forstöðumaður Handritastofnunar íslands, að fullgiltur var
1. apríl 1971 sáttmáli milli danmerkur og íslands um flutning hluta af
handritum Stofnunar Árna Magnússonar og Konunglega bókasafnsins í
kaupmannahöfn í vörslu og umsjón Háskóla íslands, dagsettur 1. júlí 1965,
og að fyrstu handritin, Flateyjarbók og Konungsbók eddukvæða, komu heim
21. apríl 1971. enn einn áfangi náðist á þeim sömu misserum þegar flutt
var inn í nýreist hús, Árnagarð við Suðurgötu. Með öllu þessu var grunnur
lagður að framtíðarskipan sérhæfðra íslenskra rannsókna á handritum og
þjóðfræðum. Í Árnagarði var starfsvettvangur Jónasar síðari hluta starfs-
ævi hans. Á eftirlaunaárum stundaði hann fræði sín í meira mæli á heimili
sínu handan Sturlugötu en hafði jafnframt afdrep í Árnagarði fram undir
ævilokin, leitaði þar heimilda og kannaði eða sat samstarfsfundi.
mikið og mikilvægt verk var að hafa forystu um mótun stefnu og
starfshátta í nýrri stofnun. mörg verkefni höfðu raunar farið af stað að
frumkvæði fyrri forstöðumanns og stjórnar Handritastofnunar, en í þann
mund sem jónas tók við forystu hafði stofnunin eflst að starfskröftum.
JÓ nAS KrIStJÁnSSon
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 289 12/13/15 8:25:06 PM