Gripla - 20.12.2015, Page 290
GRIPLA290
Sérfræðingarnir urðu þá fimm, og vaskur hópur styrkþega var jafnan við
störf. Þótt stöður styrkþega væru í upphafi hugsaðar sem starfsþjálfun í
fáa mánuði eða ár, fór oft svo að styrkþegar ílengdust og fengu fastráðn-
ingu. Spurningu um starfsmannaveltu við Árnastofnun hefur löngum mátt
svara á þá leið að þar láti menn ekki af störfum fyrr en á dánardægri, þótt
lög leyfi ekki að greiða þeim laun eftir sjötugt. segir það nokkuð um þann
starfsanda og starfsumhverfi sem skapaðist í Árnagarði á dögum Jónasar.
eitt af þeim verkefnum sem snemma var hrundið úr vör var útgáfa Griplu,
og ritstýrði jónas henni meðan hann var við störf, fyrstu átta bindunum, á
árunum 1975 til 1993.
jónas var lipur stjórnandi og hafði gott lag á að miðla verkefnum til
starfsmanna sem hverjum og einum hentaði og hvetja þá til dáða, en
sjálfræði höfðu menn allmikið undir hans stjórn, enda gert ráð fyrir að
ástin á fræðunum væri öflugri hvati til starfa en ótti við yfirvald. miklu
skipti að handritamálið var enn í fersku minni þjóðarinnar og Árnastofnun
naut pólitísks velvilja stjórnmálamanna úr öllum flokkum. jónas hafði frá
upphafi gott og náið samband við ráðherra menntamála og æðstu embætt-
ismenn í ráðuneyti hans, en vitaskuld hefur þessi stofnun eins og aðrar
þurft að sætta sig við minna fé til starfseminnar en hægt hefði verið að nýta
til góðra verkefna.
Bæði jónas og aðrir munu hafa litið svo á að mikilvægasta trúnaðar-
starf hans, auk starfs forstöðumanns, hafi verið seta í nefndinni sem falið
var að skipta íslenskum handritum í dönskum söfnum milli íslands og
Danmerkur. Ákvæði dönsku laganna voru almenn og nefndu ekki önnur
handrit en þau tvö sem fyrst var skilað úr konungsbókhlöðu, Konungsbók
eddukvæða og Flateyjarbók. í nefndinni sátu jafnmargir fulltrúar íslenskra
og danskra stjórnvalda. mörg álitamál voru um hvernig skipta ætti, og
var fast haldið á málum af beggja hálfu. Nefndin starfaði frá 1972 til 1986,
en að lokum skáru dönsk stjórnvöld úr nokkrum ágreiningsefnum sem
út af stóðu. Handritaskilum lauk formlega árið 1997. jónas lagði mikinn
metnað í þetta starf og taldi þjóðarheill í veði að ná heim svo mörgum
handritum sem kostur væri. Líklega hefur dönsku fulltrúunum í nefnd-
inni stundum þótt sem líkja mætti ágirni hans til handrita við skaphöfn
egils skallagrímssonar. Hefði jónas kunnað vel að meta þann samjöfnuð,
hygg ég. Hann mátti líka allvel við úrslit málsins una. Þótt allhart væri
tekist á um handritin, bæði meðal danskra stjórnmála- og fræðimanna og
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 290 12/13/15 8:25:06 PM