Gripla - 20.12.2015, Síða 291
291
í skilanefndinni, varð lausn handritamálsins farsæl. Hin besta samvinna
hefur verið með einstaklingum og stofnunum á íslandi og í danmörku
allar götur síðan málinu lauk, og rannsóknarstarfsemin hefur notið góðs
af í báðum löndum.
*
yfirlit yfir helstu störf manna og árangur gefur mynd af æviverki, en kann
að segja fátt um manninn sjálfan annað en að góðum hæfileikum hafi verið
beitt af elju og samviskusemi. Ófús er ég því að kveðja langvin minn og
samstarfsmann án þess að reyna að bregða upp blæbrigðaríkari mynd og
persónulegri en þeirri sem slíkt yfirlit gefur kost á.
jónas var borinn og barnfæddur í suður-Þingeyjarsýslu á þeim árum
sem ísland fetaði sig óstyrkum fótum fyrstu sporin á braut fullveldis, árum
óróa í stjórnmálum innan lands og utan og erfiðum krepputímum. ekki
þarf að orðlengja um lífsmátt og rætur þeirrar menningar sem dafnað hafði
með þingeyskum bændum um áratuga skeið, þegar hér var komið, og ekki
er að efa að jónas naut þess alla ævi að eiga þar rætur. Hvar sem hann var
á ferð var hann jafningi og glaðvær viðmælandi hárra sem lágra en bar með
sér í fasi og sjálfsmynd sinn menningarlega arf. Hann var hógvær og varkár
í framkomu við fyrstu kynni en átti létt með að opna eigin hug og ljúka
upp dyrum hjá þeim sem fyrir voru, svo að leiddi til fjörugra samræðna og
samskipta. ekki var jónas hár í lofti, en vakti þó eftirtekt í fjölmenni.
Jónas var ekki alltaf allur þar sem hann var séður í samskiptum, en því
fylgdi aldrei ódrengskapur. Hann hafði gaman af ráðagerðum sem ekki
voru öllum ljósar, vissi að beinasta leiðin að marki er ekki alltaf sú greið-
asta. Gjarnan leitaði hann ráða annarra og fylgdi þeim, ef honum leist þau
góð, en hann vissi ævinlega vel hvað hann vildi, hver voru meginmark-
miðin, og þegar að þeim kom reyndist hann einatt fastari fyrir en ætla mátti
í fyrstu. Hann var ljúfur og elskulegur við alla en mat þó ekki alla jafnmik-
ils. í fræðimennsku sinni naut hann afar góðs minnis og djúptækrar þekk-
ingar á fornum heimildum, en fræðileg, sértæk framsetning virtist honum
einatt úr lausu lofti gripin, og hann mat ekki mikils verk sem honum þóttu
markast meira af fræðilegum vangaveltum en nákvæmum skilningi texta,
talaði gjarnan í gamni um höfunda slíkra texta sem óramenn. Þá sem lögðu
allt kapp á að kollvarpa gömlum „sannindum“ nefndi hann hörgabrjóta.
Um þessi efni greindi okkur stundum á, en alltaf í góðu. við vorum sam-
JÓ nAS KrIStJÁnSSon
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 291 12/13/15 8:25:06 PM