Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 7
LÆKNAblaðið 2016/102 479 R I T S T J Ó R N A R G R E I N Árið 2005 gerðu Samtök evrópskra háskóla (European University Association, EUA) viðamikla úttekt á Háskóla Íslands og komst út- tektarnefndin, sem skipuð var erlendum sérfræðingum, að þeirri niðurstöðu að Háskóli Íslands væri alþjóðlegur rannsóknaháskóli í hæsta gæðaflokki, vel rekinn og skilvirkur. Jafnframt sendu er- lendu sérfræðingarnir stjórnvöldum skýr skilaboð: Fjármögnun háskólans væri verulega ábótavant í alþjóðlegum samanburði og ógnaði það gæðum starfseminnar til lengri tíma litið. Eðlilegt er að spurt sé: Hefur eitthvað breyst á þeim áratug sem liðinn er frá úttektinni? Það er kunnara en frá þurfi að segja að aðeins þremur árum eftir birtingu skýrslu EUA hrundi íslenska bankakerfið með til- heyrandi afleiðingum fyrir íslenskt efnahagslíf. Dró þá enn úr fjár- veitingum til háskólastigsins þótt nemendum hefði fjölgað mikið á sama tíma. Þrátt fyrir verulegan niðurskurð tókst Háskóla Íslands þó að halda rekstrinum í jafnvægi næstu árin á eftir með ítrasta aðhaldi í rekstri, launalækkunum, auknu álagi á starfsfólk, frestun nauðsynlegrar uppbyggingar innviða og minni þjónustu við nem- endur. Við Háskóla Íslands eru á haustmisseri 2016 tæplega 13.000 nemendur í grunn- og framhaldsnámi og er skólinn því í með- allagi stór í norrænum samanburði, hvort sem litið er til fjölda skráðra stúdenta eða ársverka þeirra. Sé hins vegar horft til tekna blasir við annar veruleiki: Heildar- tekjur vegna hvers ársnema á Íslandi þyrftu að vera tvöfalt hærri til að ná meðaltekjum á ársnema á öðrum Norðurlöndum Útlit var fyrir að nokkuð myndi rofa til í fjármögnun Háskóla Íslands þegar Aldarafmælissjóður HÍ var stofnaður í þverpólitískri sátt allra stjórnmálaflokka á Alþingi á 100 ára afmæli Háskólans árið 2011. Var það yfirlýst markmið með stofnun sjóðsins að fram- lög til Háskóla Íslands myndu aukast í áföngum uns náð væri meðalfjárveitingum til háskóla í ríkjum OECD árið 2016 og meðal- fjárveitingum til háskóla á hinum Norðurlöndunum árið 2020. Var þetta markmið ítrekað í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar og einnig í stefnu Vísinda- og tækniráðs sem lýtur formennsku for- sætisráðherra og er skipað 6 öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Þessi fyrirheit hafa ekki verið efnd og í fjármálaáætlun ríkis- stjórnarinnar fyrir árin 2017-2021 er ekki minnst á þau. Frá árinu 2007 hefur staðið til af hálfu stjórnvalda að ráðast í nauðsynlega heildarendurskoðun á reiknilíkani sem notað er til að meta kostnað vegna kennslu háskólanema. Ef miðað er við árið 2007 vantar um 14% upp á að verðgildi vegins nemendaígildis sé sambærilegt árið 2016 hjá Háskóla Íslands. Miðað við þessar forsendur vantar nú um 1300 milljónir króna í kennslufjárveitingu til háskólans. Ef ekki nást fram breytingar á fjármögnun íslenskra háskóla blasir við að endurskoða þarf starfsemi þeirra með verulega nei- kvæðum afleiðingum fyrir allt háskólanám, vísindastarf, framþró- un í atvinnusköpun og samkeppnisstöðu Íslands. Afleiðinganna myndi ekki síst gæta í heilbrigðiskerfinu. Háskóli Íslands og Landspítalinn starfa í reynd sem órofa heild og mynda saman öflugt háskólasjúkrahús sem er mikilvægasta kennslu-, þjálfunar- og rannsóknastofnun landsins á heilbrigðissviði. Ríf- lega 2000 nemendur leggja nú stund á læknisfræði, hjúkrunar- fræði, lyfjafræði, sálfræði, matvælafræði, næringarfræði, sjúkra- þjálfun, tannlæknisfræði, geislafræði, lífeindafræði, talmeinafræði og fleiri greinar og fá nauðsynlega þjálfun á spítalanum. Eru þá ótaldir nemendur annarra fræðasviða háskólans í greinum á borð við heilsuhagfræði, heilbrigðisverkfræði, líftölfræði, sálgæslu og heilbrigðissiðfræði. Hagmunir Háskóla Íslands og Landspítalans, sem einnig hefur verið vanfjármagnaður um langa hríð, eru því nátengdir og ljóst að áframhaldandi vanfjármögnun háskólans mun leiða til alvar- legs skorts á fagfólki í heilbrigðiskerfinu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Barátta Háskóla Íslands fyrir auknum fjárveitingum er barátta Landspítalans – og barátta spítalans er barátta háskólans. Það er komið að ögurstundu og stíga þarf ákveðin skref strax. Funding of the University of Iceland Jón Atli Benediktsson, PhD degree from Purdue University, USA, Professor of Electrical and Computer Engineering at the University of Iceland President of the University of Iceland Fellow of IEEE and a Fellow of SPIE https://doi.org/10.17992/lbl.2016.11.104 Fjármögnun Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði rektor Háskóla Íslands benedikt@hi.is Liðskipti í hné4 ACS4 DVT4 PE4 L.IS.MKT.01.2016.0101 1. Patel M.R., Mahaffey K.W., Garg J. et al. Rivaroxaban versus warfarin in nonvalvular atrial fibrillation. N Engl J Med. 2011;365(10):883–91. 2. Tamayo S., Peacock F., Patel M. et al. Characterizing major bleeding in patients with non-valvular atrial fibrillation: A pharmacovigilance study of 27,467 patients taking rivaroxaban. Clin Cardiol. 2015;38(2):63-8. 3. Camm J., Amarenco P., Haas S. et al. XANTUS: A Real-World, Prospective, Observational Study of Patients Treated with Rivaroxaban for Stroke Prevention in Atrial Fibrillation. Eur Heart J. 2015:doi:10.1093/eurheartj/ehv466. 4. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Xarelto. www.serlyfjaskra.is Öryggisupplýsingar: Eins og almennt gildir um segavarnarlyf og blóðflöguhemla verður að nota rivaroxaban með varúð hjá sjúklingum með aukna blæðingarhættu.4 Algengar aukaverkanir (≥1/100 til <1/10): Blæðingar: Í tannholdi, margúll, flekkblæðing, blóðnasir, blóðhósti, blæðing í auga, blæðingar í húð og undirhúð, blæðing eftir aðgerðir, blæðing í meltingarvegi, blæðing í þvag- og kynfærum. Aðrar: Blóðleysi, verkir í meltingarfærum og kvið, meltingartruflanir, ógleði, harðlífi, niðurgangur, uppköst, lágur blóðþrýstingur, kláði, útbrot, verkir í útlim, sundl, höfuðverkur, skert nýrnastarfsemi, hækkun á transamínasa, sótthiti, bjúgur í útlimum, skertur almennur styrkur og orka, marmyndun, rennsli úr sárum.4 Ekki er mælt með notkun Xarelto hjá sjúklingum með gervihjartalokur.4 Niðurstöður gagnreyndra rannsókna styrktar af klínískri reynslu1-3 SPAF4 Liðskipti í mjöðm4 Fyrsti beini hemillinn á storkuþátt Xa til inntöku Fyrirbyggjandi gegn PE/DVT4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.