Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 12
484 LÆKNAblaðið 2016/102 106 sjúklingar fengu senda spurningalista, 49 karlar og 57 kon- ur. Svör bárust frá 83 (78%), 45 körlum (54%) og 38 konum (46%). Meðalaldur við aðgerð var 45 ár (10-91 ár) hjá hópnum í heild. Fjörutíu og fjórir (53%) höfðu garnarauf (EI, end ileostomy) 28 (34%) innri garnapoka (IPAA, ileal pouch anal anastomosis) og 11 (13%) tengingu mjógirnis í endaþarm (IRA, ileorectal anastomosis). Með- alaldur hvers hóps við aðgerð og þegar spurningalista var svarað árið 2011 má sjá í töflu I. Starfrænar niðurstöður Áttatíu og einn sjúklingur svaraði starfræna listanum, að hluta eða í heild, 45 karlar (55%) og 36 konur (45%). Meðal sjúklinga þar sem endaþarmur var fjarlægður (n=68) lýstu 37% svarenda (23/63) breytingum á þvaglátum og 46% (29/63) á kynlífi eftir aðgerð. Meðal þeirra sem lýstu breytingum á þvaglátum áttu 61% (14/23) erfitt með að hefja þvaglát, 65% (15/23) áttu erfitt með að tæma blöðru, 35% (8/23) lýstu áreynsluleka, þvaglátsþörf var horfin hjá 17% (4/23) og 13% (3/23) þurftu að ýta á þvagblöðru til að tæma. Meðal karlmanna (17 einstaklingar) lýstu 65% (11/17) minnkaðri stinningu en enginn lýsti því að stinning hefði minnkað öðrum megin (limur harðni öðrum megin en sé linur hinum megin) eða horfið og 35% (6/17) lýstu breytingu á sáðlátum en enginn lýsti því að sáðlát hefðu horfið. Meðal kvenna (12 einstaklingar) lýstu 67% (8/12) aukinni útferð, 42% (5/12) lýstu tíðari leggangasýkingum, 50% (6/12) lýstu verkjum við samfarir, 50% (6/12) lýstu minnkaðri tilfinningu í leggöngum, 25% (3/12) fannst stinning hafa horfið og 75% (9/12) fannst hún hafa minnkað. Fjórir sjúklingar lýstu breytingu á kynlífi til hins betra. Sjúklingar með innri garnapoka svöruðu spurningum um hægðavenjur og tíðni hægðalosunar (mynd 2). Sjötíu og fimm prósent (18/24) lýstu hægðaleka en hann var vægur samkvæmt Wexner-skala í 83% (15/18) tilvika (aldrei eða sjaldan leki á formuðum hægðum). Þrjátíu og þrjú prósent (8/24) lýstu erfiðleikum við hægðalosun, það er að þurftu að rembast til að losa hægðir; tveir þurftu þar að auki að nota fingur til að losa um hægðir. Sjúklingar með garnarauf svöruðu spurningum tengdum henni. Nítján prósent (7/37) svarenda sögðu staðsetningu garnaraufarinn- ar geta verið betri. Tuttugu og eitt prósent svarenda (8/38) sögðu lögun garnaraufarinnar geta verið betri. Nítján prósent (7/37) höfðu kviðslit við garnarauf og höfðu 86% (6/7) þeirra farið í að- gerð vegna þess. Blæðing frá stómíu var nokkuð algengt vandamál og höfðu 26% (10/38) svarenda orðið fyrir því. Átján prósent (7/38) lýstu vandamálum í tengslum við poka eða plötu. Ber þá helst að nefna leka undir plötu, erfiðleika við að stilla plötu á stómíu og að límingin væri ekki nógu góð. Önnur vandamál á borð við það að svitna undan plötunni, þurfa að klippa hana til þar sem hún næði yfir nafla og áhrif staðsetningar garnaraufar á buxnaval og/eða beltanotkun voru einnig nefnd. Húðvandamál í kring um garna- rauf voru algeng og sögðust 39% (15/38) svarenda eiga í húðvanda. Helstu vandamál sem voru nefnd voru roði, kláði, erting, blæðing, sáramyndun og litabreyting húðar. Fjarvera frá vinnu vegna veikinda og aðgerða var einnig könnuð og reyndist meirihluti svarenda (76% eða 47/62) kominn til vinnu innan 6 mánaða. Einstaklingum var einnig gefinn kostur á að skrifa athugasemdir. Þónokkrum (7 einstaklingum) fannst að ónógar upplýsingar væru veittar í ferlinu og í kringum aðgerðir, einnig voru nokkrir (5 einstaklingar) sem hefðu viljað eiga kost á aðgerð fyrr í sjúkdómsferlinu. Fleiri gera athugasemd við eftirlit og finnst skortur á því (6 einstaklingar). Fáir minntust á endurteknar sýk- ingar og niðurgang sem vandamál (3 einstaklingar). Mikil ánægja er með jafningjafræðslu og þjónustu stómahjúkrunarfræðinga. SF­36­niðurstöður 83 sjúklingar svöruðu SF-36 spurningalistanum, 45 karlar (54%) og 38 konur (46%). Þegar hópurinn í heild var skoðaður var ekki að sjá mikinn mun á lífsgæðum sjúklinganna borið saman við almennt bandarískt þýði (mynd 3). Ef skoðaður er kynbundinn munur virtust konur meta líkamleg lífsgæði heldur minni en karlmenn (mynd 4). Þegar lífsgæði voru skoðuð miðað við tegund aðgerðar R A N N S Ó K N Tafla I. Meðalaldur sjúklinga við aðgerð og við rannsókn (2011). Sjúklingahópur Fjöldi svarenda Meðalaldur við aðgerð (± staðalfrávik) Meðalaldur við rannsókn (2011) (± staðalfrávik) Allir 83 44 (± 16) 53 (± 17) EI* 44 50 (± 15) 59 (± 15) IRA 11 45 (± 18) 53 (± 19) IPAA** 28 35 (± 13) 44 (± 13) EI = End ileostomy; IRA = Ileorectal anastomosis; IPAA = Ileal pouch-anal anastomosis *40 sjúklingar höfðu EI og endaþarmur fjarlægður, 4 höfðu EI en endaþarmsstúfur var skilinn eftir **26 höfðu IPAA og 2 höfðu IPAA og loop ileostomiu þegar rannsókn var gerð Mynd 2. Myndin sýnir tíðni hægðalosunar sjúklinga með innri garnapoka (IPAA, Ileal pouch­anal anasto­ mosis) að degi og að nóttu til. Meirihluti svarenda (n = 25) hafði hægðir 0­1x að nóttu til en allir svarendur höfðu hægðir 4x eða oftar að degi til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.