Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2016/102 485 kom í ljós að þar ekki var mikill munur. Lífsgæði þeirra sem voru með garnarauf og þeirra sem höfðu innri garnapoka voru mjög svipuð (mynd 5). Þegar lífsgæði voru skoðuð út frá aldri mátti einnig sjá að ekki var mikill munur á lífsgæðum rannsókn- arhóps saman borið við almennt bandarískt þýði að undanskildum 45-54 ára aldurshópnum. Sá hópur mat andleg lífsgæði sín einu staðalfráviki undir al- mennu þýði. EORTC­niðurstöður 80 sjúklingar svöruðu EORTC-spurningalistanum, 44 karlar (55%) og 36 konur (45%). Almennt höfðu þátttakendur ekki miklar áhyggjur af heilsu sinni, líkamsímynd eða þyngd eins og sjá má á töflu II og III. Í heildina höfðu sjúklingar lítil einkenni og á það við um öll einkenni sem spurt var um (33 stig = dálítil einkenni). Þau einkenni sem skoruðu hæst hjá hópnum í heild voru vindgangur og húðvanda- mál. Konur höfðu minni áhuga á kynlífi en karlar (67 stig og 33 stig). Af þeim 36 konum sem svöruðu EORTC-spurningalistunum svöruðu 24 (67%) spurn- ingum um áhuga á kynlífi og 21 (58%) spurningum um verki við samfarir. Svarhlutfall við kynlífstengd- um spurningum var mun betra meðal karla en 98% (43/44) þeirra svöruðu spurningum um áhuga á kynlífi og stinningarvanda. Eins og sjá má á töflu II var ekki marktækur munur einkenna milli þeirra sem hafa garnarauf (24 karlar og 20 konur) og þeirra sem ekki hafa garnarauf (20 karlar og 16 konur). Þó virtist vera aukinn vindgangur meðal garnaraufar- sjúklinga en aukin tíðni hægðalosunar hjá þeim sem ekki voru með garnarauf (tafla II). Auk þess voru garnaraufarsjúklingar með meiri verki við samfarir og stinningarvanda (tafla II). Konur með garnarauf höfðu minni áhuga á kynlífi en konur með innri garnatengingu (IRA og IPAA) Þegar skoðað var út frá aldurshópum var ekki hægt að sjá marktækan mun á milli hópa (tafla III), nema tíðni hægðalosun- ar milli hópanna 35-44 ára og 65-74 ára. Umræður Samkvæmt niðurstöðum starfræna spurningalist- ans var nokkuð hátt hlutfall sjúklinga sem lýsir breytingum á þvaglátum, kynlífi og hægðavenjum eftir aðgerð. Hins vegar bentu niðurstöður SF-36v2 spurningalistans til þess að lífsgæði sjúklinga sem farið höfðu í ristilbrottnám vegna sáraristilbólgu væru svipuð og meðal bandarísks almennings, þrátt fyrir ýmis líkamleg einkenni. Niðurstöður EORTC-spurningalistans bentu til þess að þátttak- endur hefðu almennt ekki miklar áhyggjur af heilsu sinni eða líkamsímynd. Auk þess höfðu sjúklingar almennt lítil einkenni samkvæmt þeim spurninga- Mynd 3. Rauða línan táknar meðalstig almenns þýðis (50, staðalfrávik 10). Fyrstu tvær súlurnar vinstra megin sýna samtölur líkamlegra (blá) og andlegra (grá) þátta. Súlurnar átta til hægri við þær sýna þá undirflokka líkamlegra (bláar súlur) og andlegra (gráar súlur) þátta sem spurt var út í. Samtala líkamlegra þátta (Physical Component Summary) á meðal sjúklinga var að meðaltali 46,64 (1 staðalfrá­ vik=11,25) samanborið við 50 (1 staðalfrávik=10) hjá almennu bandarísku þýði (rauða línan). Samtala andlegra þátta (Mental Component Summary) (gráar súlur) meðal sjúklinga var að meðaltali 47,28 (1 staðalfrávik 11,15) samanborið við 50 (1 staðalfrávik 10) hjá almennu bandarísku þýði. Mynd 4. Þegar niðurstöður eru skoðaðar út frá kynjum má sjá að konur meta líkamleg lífsgæði held­ ur minni en karlmenn (42,39 á móti 49,95) en munurinn nær þó ekki einu staðalfráviki. Mynd 5. Þegar undirhópar eru skoðaðir út frá tegund aðgerðar má sjá að ekki er marktækur munur á lífsgæðum á milli hópa samkvæmt SF­36v2. Fé lag sle gt hlu tve rk Fé lag sle gt hlu tve rk Fé lag sle gt hlu tve rk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.