Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 21
LÆKNAblaðið 2016/102 493
vegfaranda. Meirihluti bílslysa (83%) varð í dreifbýli. Í að minnsta
kosti helmingi tilfella (51%, n=40) höfðu bílbelti ekki verið notuð
en upplýsingar um bílbeltanotkun vantaði fyrir 28% (n=22). Í rúm-
um helmingi mænuskaðatilfella á árunum 1990-1994 var um að
ræða bílslys en hlutfall bílslysa sem orsök mænuskaða hefur farið
lækkandi undanfarin ár og á árunum 2010-2014 var það 23%.
Fall var næstalgengasta orsök mænuskaða (34%, n=78). Hátt
fall var heldur algengara (38%, n=30) en lágt fall (29%, n=23) og
háorkufall (29%, n=23). Upplýsingar um fallhæð vantaði í tveimur
tilvikum (3%). Meðalaldur þeirra sem fengu mænuskaða vegna
falls var marktækt hærri en þeirra sem slösuðust af öðrum orsök-
um (p=1,5x10-5), eða 47 ár. Fall var algengasta orsök mænuskaða hjá
fólki eldra en 60 ára (63% tilfella í þeim aldursflokki). Einnig var
marktækur munur á meðalaldri eftir því hver fallhæðin var (mynd
3). Í 18% (n=14) mænuskaðatilfella vegna falls var um vinnuslys að
ræða og flest þeirra urðu í byggingariðnaði. Fimm þessara vinnu-
slysa (36%) urðu á tímabilinu 2005-2009. Aukning varð á fjölda
mænuskaða vegna falls milli árabilanna 2000-2004 (20%, n=6)
og 2005-2009 (40%, n=21) (mynd 4) og var munurinn marktækur
(p=0,001). Hlutfall falla sem orsök mænuskaða var enn hátt á síð-
ustu 5 árunum (54%, n=14).
Á rannsóknartímabilinu hlutu 43 einstaklingar (18%) mænu-
skaða vegna íþrótta- eða tómstundaslysa. Algengust þeirra voru
hestaslys (37%, n=16) en í þeim og skíðaslysum hlutu fleiri konur
en karlar mænuskaða. Vetraríþróttaslys, svo sem vélsleðaslys og
skíðaslys, voru 21% (n=9) íþrótta- og tómstundaslysa. Sem dæmi
um aðrar orsakir má nefna dýfingaslys (n=5), svifflugsslys (n=4),
fimleikaslys (n=2) og fjórhjólaslys (n=2). Rúmur helmingur (58%,
n=25) íþrótta- og tómstundaslysa varð eftir síðustu aldamót en á
árunum 2000-2004 voru slík slys orsök mænuskaða í 30% tilfella
(n=9). Hlutfallið hefur farið lækkandi síðan þá en það var 23%
(n=12) á árunum 2005-2009 og 15% (n=4) á árunum 2010-2014.
Alvarleiki og umfang mænuskaða
Samkvæmt AIS-flokkunarkerfinu fyrir alvarleika mænuskaða var
um að ræða alskaða, það er gerð A, hjá 73 einstaklingum (31%) við
útskrift af sjúkrahúsi. Þeir sem voru með hlutskaða á mænu voru
127 (55%) en af þeim voru 5 (4%) með gerð B, 30 (24%) með gerð C
og 92 (72%) með gerð D. Við útskrift hafði 20 einstaklingum (9%)
farið nógu mikið fram til að teljast með gerð E, það er með eðlilegt
skyn og fulla hreyfigetu. Alls létust 13 einstaklingar innan 30 daga
(6%), þar af 11 innan 5 daga. Ekki var hægt að meta hæð eða alvar-
leika mænuskaða þessara einstaklinga.
Um helmingur (n=117) var með ferlömun (tetraplegia) við út-
skrift. Af þeim voru 30% (n=35) með alskaða á mænu en 60% (n=71)
með misalvarlegar gerðir hlutskaða. Ellefu einstaklingar (10%)
R A N N S Ó K N
Mynd 2. Meðalaldur þeirra sem fengu mænuskaða af völdum áverka skoðaður fyrir
hvert 5 ára tímabil.
Mynd 4. Fjöldi einstaklinga með mænuskaða af völdum áverka í hverjum orsakaflokki,
skoðaður fyrir hvert 5 ára tímabil.
Mynd 3. Meðalaldur þeirra sem fengu mænuskaða vegna falls skoðaður með tilliti til
fallhæðar.
Tafla II. Helstu orsakir mænuskaða, meðalaldur, kynjahlutfall og hlutfall >60 ára.
Orsakir Fjöldi
(N=233)
Meðalaldur
(ár)
Kynjahlutfall
(karlar:konur)
Hlutfall >
60 ára (%)
Umferðarslys 94 (40%) 33 2,2:1 9
Fall 78 (34%) 47 4,2:1 28
Íþrótta- og
tómstundaslys
43 (18%) 39 1,7:1 9
Annað 18 (8%) 35 8:1 6