Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.11.2016, Blaðsíða 21
LÆKNAblaðið 2016/102 493 vegfaranda. Meirihluti bílslysa (83%) varð í dreifbýli. Í að minnsta kosti helmingi tilfella (51%, n=40) höfðu bílbelti ekki verið notuð en upplýsingar um bílbeltanotkun vantaði fyrir 28% (n=22). Í rúm- um helmingi mænuskaðatilfella á árunum 1990-1994 var um að ræða bílslys en hlutfall bílslysa sem orsök mænuskaða hefur farið lækkandi undanfarin ár og á árunum 2010-2014 var það 23%. Fall var næstalgengasta orsök mænuskaða (34%, n=78). Hátt fall var heldur algengara (38%, n=30) en lágt fall (29%, n=23) og háorkufall (29%, n=23). Upplýsingar um fallhæð vantaði í tveimur tilvikum (3%). Meðalaldur þeirra sem fengu mænuskaða vegna falls var marktækt hærri en þeirra sem slösuðust af öðrum orsök- um (p=1,5x10-5), eða 47 ár. Fall var algengasta orsök mænuskaða hjá fólki eldra en 60 ára (63% tilfella í þeim aldursflokki). Einnig var marktækur munur á meðalaldri eftir því hver fallhæðin var (mynd 3). Í 18% (n=14) mænuskaðatilfella vegna falls var um vinnuslys að ræða og flest þeirra urðu í byggingariðnaði. Fimm þessara vinnu- slysa (36%) urðu á tímabilinu 2005-2009. Aukning varð á fjölda mænuskaða vegna falls milli árabilanna 2000-2004 (20%, n=6) og 2005-2009 (40%, n=21) (mynd 4) og var munurinn marktækur (p=0,001). Hlutfall falla sem orsök mænuskaða var enn hátt á síð- ustu 5 árunum (54%, n=14). Á rannsóknartímabilinu hlutu 43 einstaklingar (18%) mænu- skaða vegna íþrótta- eða tómstundaslysa. Algengust þeirra voru hestaslys (37%, n=16) en í þeim og skíðaslysum hlutu fleiri konur en karlar mænuskaða. Vetraríþróttaslys, svo sem vélsleðaslys og skíðaslys, voru 21% (n=9) íþrótta- og tómstundaslysa. Sem dæmi um aðrar orsakir má nefna dýfingaslys (n=5), svifflugsslys (n=4), fimleikaslys (n=2) og fjórhjólaslys (n=2). Rúmur helmingur (58%, n=25) íþrótta- og tómstundaslysa varð eftir síðustu aldamót en á árunum 2000-2004 voru slík slys orsök mænuskaða í 30% tilfella (n=9). Hlutfallið hefur farið lækkandi síðan þá en það var 23% (n=12) á árunum 2005-2009 og 15% (n=4) á árunum 2010-2014. Alvarleiki og umfang mænuskaða Samkvæmt AIS-flokkunarkerfinu fyrir alvarleika mænuskaða var um að ræða alskaða, það er gerð A, hjá 73 einstaklingum (31%) við útskrift af sjúkrahúsi. Þeir sem voru með hlutskaða á mænu voru 127 (55%) en af þeim voru 5 (4%) með gerð B, 30 (24%) með gerð C og 92 (72%) með gerð D. Við útskrift hafði 20 einstaklingum (9%) farið nógu mikið fram til að teljast með gerð E, það er með eðlilegt skyn og fulla hreyfigetu. Alls létust 13 einstaklingar innan 30 daga (6%), þar af 11 innan 5 daga. Ekki var hægt að meta hæð eða alvar- leika mænuskaða þessara einstaklinga. Um helmingur (n=117) var með ferlömun (tetraplegia) við út- skrift. Af þeim voru 30% (n=35) með alskaða á mænu en 60% (n=71) með misalvarlegar gerðir hlutskaða. Ellefu einstaklingar (10%) R A N N S Ó K N Mynd 2. Meðalaldur þeirra sem fengu mænuskaða af völdum áverka skoðaður fyrir hvert 5 ára tímabil. Mynd 4. Fjöldi einstaklinga með mænuskaða af völdum áverka í hverjum orsakaflokki, skoðaður fyrir hvert 5 ára tímabil. Mynd 3. Meðalaldur þeirra sem fengu mænuskaða vegna falls skoðaður með tilliti til fallhæðar. Tafla II. Helstu orsakir mænuskaða, meðalaldur, kynjahlutfall og hlutfall >60 ára. Orsakir Fjöldi (N=233) Meðalaldur (ár) Kynjahlutfall (karlar:konur) Hlutfall > 60 ára (%) Umferðarslys 94 (40%) 33 2,2:1 9 Fall 78 (34%) 47 4,2:1 28 Íþrótta- og tómstundaslys 43 (18%) 39 1,7:1 9 Annað 18 (8%) 35 8:1 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.